Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2025 19:03 Sigurbjörg segir daginn í dag hafa verið ógeðslegan. Hún viti ekkert hvað bíði hennar. Vísir/Ívar Fannar Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40