„Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. maí 2025 22:08 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, telur næsta páfa munu halda áfram starfi Frans við að hlúa að jaðarsettum og þeim sem minna mega sín. Vísir/Stöð 2 Kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn starfi sínu á páfastóli. Hann á ekki von á að páfakjör dragist á langinn og telur að efst á baugi næst páfa verði að hvetja til friðar. Páfakör varði ekki aðeins kaþólsku kirkjuna. Frans páfi var ötull talsmaður jaðarsettra og fátækra. Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar, telur að næsti páfi muni feta í hans fótspor í þeim málum. „Hvað þetta varðar þá hugsa ég örugglega að næsti páfi muni halda áfram að leita til þeirra sem minna mega sín og sýna þeim nærveru kirkjunnar og hvetja kristna menn til þess að hugsa um fólk sem er ekki í aðalstraumi þjóðfélagsins,“ segir Jakob. Það eru átök víða um heim og erfið verkefni sem bíða nýs páfa sem andlegs leiðtoga. Hvað heldurðu að verði efst á baugi? „Eins og hjá Frans páfa að hvetja til friðar. Það var svolítið merkilegt að það síðasta sem Frans páfi gerði var að hvetja heimsbyggðina til að stilla til friðar í Úkraínu og Gasa. Frans páfi hringdi á hverjum einasta degi til kristinna manna í Gasa, á hverju einasta degi stutt símtal við prestinn þar. Næsti páfi verður að halda þessu áfram, að hvetja til friðar og tala við ráðamenn um að leita lausna í öllum þessum átökum,“ segir hann. Söfnuðurinn fer á bæn þegar eitthvað stórt gerist Frans tilnefndi mjög marga kardínála í embættistíð sinni og hefur meirihluti þeirra sem kýs ekki hitt hvor annan áður. Hins vegar segir Jakob að meðal kardínálanna séu ákveðin nöfn sem allir kardinálar þekkja. Jakob hefur verið búsettur á Íslandi í 40 ár og þjónað bæði við St. Jósefskirkju og Landakotskirkju. Heldurðu að það muni taka langan tíma fyrir þá að komast að niðurstöðu? „Erfitt að segja, það eru nokkrir sem eru efstir á listanum sem mögulegir páfar. Parolin kardínáli, sem var einhvers konar forsætisráðherra Frans páfa, þekkir alla kardínála og allir kardínálar þekkja hann. Þannig hann er oft nefndur sem mögulegur páfi,“ segir Jakob. „Ef það eru sterkar fylkingar sem flykkjast á bak við nokkra kardínála þá getur það dregist eitthvað á langinn, en ég á ekki von á því,“ segir hann. Hvaða þýðingu hefur þessi tími fyrir kaþólikka? Fylgjast allir grannt með því sem er í gangi í Páfagarði? „Það held ég. En það er líka sérstakur tími til bæna. Maður sér í Nýja testamentinu þegar eitthvað stórt var að gerast, postularnir voru í hættu eða voru að hefja eitthvað stórt, þá fór söfnuðurinn á bæn og bað fyrir þeim. Það er svona í dag, kaþólska kirkjan er á bænavakt,“ segir Jakob. Mikilvægt að hafa mann sem er starfinu vaxinn Jakob segir að páfakjör varði ekki aðeins kaþólsku kirkjuna og hafi miklar afleiðingar. Í messu í Landakotskirkju í kvöld bað söfnuðurinn fyrir kardínálunum, að þeir velji réttan mann og fái innblástur heilags anda í þessari ákvörðun. Þetta er stór og mikilvæg ákvörðun? „Já, næsti páfi mun væntanlega sitja í páfastóli næstu ár og áratugi kannski. Þá er mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi og sér það sem þarf að gera og því sem þarf að breyta innan kirkjunnar. Hver páfi er með sínar eigin áherslur og kirkjan er lifandi líkami, má segja,“ segir Jakob. „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna heldur alla þá sem treysta því að Guð sjái um heimsmál og mál hvers einasta manns. Þegar páfakjör er í gangi þýðir það líka að við viljum biðja góðan Guð um að halda vel utan um okkur, gefa okkur aðgang að Jesú kristi og að kirkjan sé vettvangur þar sem við finnum Jesú Krist.“ Páfakjör 2025 Trúmál Tengdar fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Páfakjör hefst í dag og munu kardínálar kaþólsku kirkjunnar setjast niður í Sixtínsku kapellunni síðdegis og hefja leit að nýjum páfa. Prestur kaþólikka á Norðurlandi segir líklegt að kjörið dragist á langinn. Ólíklegt sé að einn þeirra sem gangi inn í kjörið sem páfaefni standi uppi sem næsti páfi. 7. maí 2025 12:05 Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa læst sig inn í Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu vera þar til þeir hafa valið nýjan páfa. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Frans páfi var ötull talsmaður jaðarsettra og fátækra. Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar, telur að næsti páfi muni feta í hans fótspor í þeim málum. „Hvað þetta varðar þá hugsa ég örugglega að næsti páfi muni halda áfram að leita til þeirra sem minna mega sín og sýna þeim nærveru kirkjunnar og hvetja kristna menn til þess að hugsa um fólk sem er ekki í aðalstraumi þjóðfélagsins,“ segir Jakob. Það eru átök víða um heim og erfið verkefni sem bíða nýs páfa sem andlegs leiðtoga. Hvað heldurðu að verði efst á baugi? „Eins og hjá Frans páfa að hvetja til friðar. Það var svolítið merkilegt að það síðasta sem Frans páfi gerði var að hvetja heimsbyggðina til að stilla til friðar í Úkraínu og Gasa. Frans páfi hringdi á hverjum einasta degi til kristinna manna í Gasa, á hverju einasta degi stutt símtal við prestinn þar. Næsti páfi verður að halda þessu áfram, að hvetja til friðar og tala við ráðamenn um að leita lausna í öllum þessum átökum,“ segir hann. Söfnuðurinn fer á bæn þegar eitthvað stórt gerist Frans tilnefndi mjög marga kardínála í embættistíð sinni og hefur meirihluti þeirra sem kýs ekki hitt hvor annan áður. Hins vegar segir Jakob að meðal kardínálanna séu ákveðin nöfn sem allir kardinálar þekkja. Jakob hefur verið búsettur á Íslandi í 40 ár og þjónað bæði við St. Jósefskirkju og Landakotskirkju. Heldurðu að það muni taka langan tíma fyrir þá að komast að niðurstöðu? „Erfitt að segja, það eru nokkrir sem eru efstir á listanum sem mögulegir páfar. Parolin kardínáli, sem var einhvers konar forsætisráðherra Frans páfa, þekkir alla kardínála og allir kardínálar þekkja hann. Þannig hann er oft nefndur sem mögulegur páfi,“ segir Jakob. „Ef það eru sterkar fylkingar sem flykkjast á bak við nokkra kardínála þá getur það dregist eitthvað á langinn, en ég á ekki von á því,“ segir hann. Hvaða þýðingu hefur þessi tími fyrir kaþólikka? Fylgjast allir grannt með því sem er í gangi í Páfagarði? „Það held ég. En það er líka sérstakur tími til bæna. Maður sér í Nýja testamentinu þegar eitthvað stórt var að gerast, postularnir voru í hættu eða voru að hefja eitthvað stórt, þá fór söfnuðurinn á bæn og bað fyrir þeim. Það er svona í dag, kaþólska kirkjan er á bænavakt,“ segir Jakob. Mikilvægt að hafa mann sem er starfinu vaxinn Jakob segir að páfakjör varði ekki aðeins kaþólsku kirkjuna og hafi miklar afleiðingar. Í messu í Landakotskirkju í kvöld bað söfnuðurinn fyrir kardínálunum, að þeir velji réttan mann og fái innblástur heilags anda í þessari ákvörðun. Þetta er stór og mikilvæg ákvörðun? „Já, næsti páfi mun væntanlega sitja í páfastóli næstu ár og áratugi kannski. Þá er mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi og sér það sem þarf að gera og því sem þarf að breyta innan kirkjunnar. Hver páfi er með sínar eigin áherslur og kirkjan er lifandi líkami, má segja,“ segir Jakob. „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna heldur alla þá sem treysta því að Guð sjái um heimsmál og mál hvers einasta manns. Þegar páfakjör er í gangi þýðir það líka að við viljum biðja góðan Guð um að halda vel utan um okkur, gefa okkur aðgang að Jesú kristi og að kirkjan sé vettvangur þar sem við finnum Jesú Krist.“
Páfakjör 2025 Trúmál Tengdar fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Páfakjör hefst í dag og munu kardínálar kaþólsku kirkjunnar setjast niður í Sixtínsku kapellunni síðdegis og hefja leit að nýjum páfa. Prestur kaþólikka á Norðurlandi segir líklegt að kjörið dragist á langinn. Ólíklegt sé að einn þeirra sem gangi inn í kjörið sem páfaefni standi uppi sem næsti páfi. 7. maí 2025 12:05 Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa læst sig inn í Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu vera þar til þeir hafa valið nýjan páfa. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Páfakjör hefst í dag og munu kardínálar kaþólsku kirkjunnar setjast niður í Sixtínsku kapellunni síðdegis og hefja leit að nýjum páfa. Prestur kaþólikka á Norðurlandi segir líklegt að kjörið dragist á langinn. Ólíklegt sé að einn þeirra sem gangi inn í kjörið sem páfaefni standi uppi sem næsti páfi. 7. maí 2025 12:05
Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa læst sig inn í Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu vera þar til þeir hafa valið nýjan páfa. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53