Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson, Sverrir Páll Einarsson, Alexander Hauksson, Ingvar Þóroddsson, María Ellen Steingrimsdóttir, Oddgeir Páll Georgsson og Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifa 9. maí 2025 10:01 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Ingvar Þóroddsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun