„Maður veit alveg hver gulrótin er“ Óskar Ófeigur Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 10. maí 2025 09:00 Þórey Anna er klár í slaginn. Vísir/Diego Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni. Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda. Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda.
Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira