Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2025 15:25 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt. Meðal annars hefur hann sagt að hefði hann verið forseti en ekki Biden hefðu átökin aldrei hafist í fyrsta lagi. Þegar kemur að Úkraínu lofaði hann því jafnvel að binda enda á stríðið á fyrsta degi forsetatíðar sinnar. Það hefur þó ekki gengið eftir og er Trump sagður ósáttur við hve erfitt þetta hefur reynst. Í frétt Wall Street Journal segir frá því að forsetinn á fundi í Flórída með fólki sem hefur gefið mikið fé í kosningasjóði hans í síðustu viku, hafi Trump lýst því yfir hvernig hann væri orðinn meira pirraður yfir stöðunni og gæti jafnvel átt erfitt með svefn vegna erfiðleikanna. Trump var spurður út í hans erfiðustu utanríkismál og sagði hann þá sérstaklega erfitt að eiga við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að forsetinn rússneski vildi „fá allan pakkann“, eða alla Úkraínu. Hann nefndi einnig að erfitt væri að binda enda á stríðið á Gasa vegna þess að „þeir hafa verið að berjast í þúsund ár“. Kvartar yfir Pútín Lítið lát virðist á báðum átökum og segist Trump hafa verið að grínast með að binda enda á stríðið í Úkraínu. Bandaríkjamenn fóru þar að auki í átök við Húta í Jemen en þeim er nú lokið aftur. Einnig virðist sem viðræður við klerkastjórnina í Íran um mögulega þróun kjarnorkuvopna séu strand og þar að auki á Trump í viðskiptadeilum við fjölmörg ríki heims. Bandaríkjamenn virðast þó hafa spilað stóra rullu í að koma á vopnahléi milli Indverja og Pakistana. WSJ hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi kvartað við ráðgjafa sína yfir því að Pútín vilji ekki binda enda á innrás sína og að hvorki hann né Úkraínumenn séu tilbúnir til málamiðlunar. Hann hefur einnig spurt ráðgjafa sína hvort þeim finnist Pútín vera breyttur frá fyrra kjörtímabili Trumps og sagst hissa á ákvörðunum Pútíns á vígvellinum, eins og það að gera svo umfangsmiklar árásir á óbreytta borgara. Fyrr á þessu ári talaði Trump um að erfiðara yrði að eiga við yfirvöld í Kænugarði en Pútín. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þrýsta lítið sem ekkert á Rússa og þess í stað ganga hart fram gegn Úkraínumönnum. Áður en nokkrar viðræður hófust byrjuðu Bandaríkjamenn á því að sýna á spilin og slógu nokkur veigamikil viðræðuatriði af borðinu, án þess að Rússar þyrftu að gefa nokkuð eftir. Sjá einnig: Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tónninn virðist þó hafa breyst að einhverju leyti. Ráðherrar Trumps og embættismenn hafa gagnrýnt Rússa fyrir lítinn viðræðuvilja og vilja ekki gefa neitt eftir. Sjá einnig: Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Samhliða því að kalla eftir viðræðum hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Trump, JD Vance varaforseti, og Marco Rubio utanríkisráðherra, gefið til kynna að Bandaríkjamenn muni hætta að reyna að stilla til friðar og jafnvel hætta einnig að aðstoða Úkraínumenn, sem yrði mikill fengur fyrir Rússa. Fimm leiðtogar í Kænugarði Fjórir evrópskir þjóðarleiðtogar sóttu Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, heim í dag. Það voru þeir Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, og Donald Tusk, forseti Póllands. We held a five-party meeting in Kyiv with European leaders — Ukraine, France, Germany, the United Kingdom, and Poland. It is especially meaningful that they are together in Kyiv, in Ukraine, on these very days — as this week, in Europe, we honor the victors over Nazism and… pic.twitter.com/xyhE6bFDy7— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 10, 2025 Þar fundurðu þeir með Selenskí og kölluðu þeir meðal annars eftir því að Rússar samþykktu almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hefur lagt til og Úkraínumenn hafa samþykkt. Það hafa Rússar þó ekki viljað gera hingað til. Selenskí segir að þess sé nú krafist af Rússum að þrjátíu daga vopnahléið hefjist á mánudaginn, án skilyrða, og segir hann Trump styðja þá kröfu. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti 117 óbreytta úkraínska borgara hafa fallið í dróna- og eldflaugaárásum Rússa frá því Úkraínumenn sögðust samþykkja vopnahléstillöguna, þann 11. mars. Rúmlega þúsund hafa særst. Macron ræddi við blaðamenn í Kænugarði í morgun og þá sagði hann sameiginlega heimsókn þjóðarleiðtoganna vera sögulega. Hún markaði þáttaskil þegar kæmi að evrópskri öryggisstefnu og sjálfstæði Evrópu. „Þetta eru nýir tímar. Þetta er Evrópa sem lítur á sig sem stórveldi.“ Together. 🇺🇦🇫🇷🇩🇪🇬🇧🇵🇱 pic.twitter.com/m0QLtrNeac— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 10, 2025 Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. Meðal markmiða þessara uppbyggingar er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Sjá einnig: Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Á fundi þeirra fjögurra og Selenskís hringdu þeir í Donald Trump og ræddu einnig við hann. Meðal annars eru þeir sagðir hafa talað um leiðir til að þrýsta á Rússa til að samþykkja vopnahléið. Following the Coalition of the Willing meeting in Kyiv, all five leaders @ZelenskyyUa @EmmanuelMacron @bundeskanzler @donaldtusk @Keir_Starmer had a fruitful call with @POTUS focused on peace efforts.Ukraine and all allies are ready for a full unconditional ceasefire on land,… pic.twitter.com/MEfbtjtE4m— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) May 10, 2025 Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Jemen Hernaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53 Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01 Samþykktu Trump-samninginn einróma Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. 8. maí 2025 12:26 Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Meðal annars hefur hann sagt að hefði hann verið forseti en ekki Biden hefðu átökin aldrei hafist í fyrsta lagi. Þegar kemur að Úkraínu lofaði hann því jafnvel að binda enda á stríðið á fyrsta degi forsetatíðar sinnar. Það hefur þó ekki gengið eftir og er Trump sagður ósáttur við hve erfitt þetta hefur reynst. Í frétt Wall Street Journal segir frá því að forsetinn á fundi í Flórída með fólki sem hefur gefið mikið fé í kosningasjóði hans í síðustu viku, hafi Trump lýst því yfir hvernig hann væri orðinn meira pirraður yfir stöðunni og gæti jafnvel átt erfitt með svefn vegna erfiðleikanna. Trump var spurður út í hans erfiðustu utanríkismál og sagði hann þá sérstaklega erfitt að eiga við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að forsetinn rússneski vildi „fá allan pakkann“, eða alla Úkraínu. Hann nefndi einnig að erfitt væri að binda enda á stríðið á Gasa vegna þess að „þeir hafa verið að berjast í þúsund ár“. Kvartar yfir Pútín Lítið lát virðist á báðum átökum og segist Trump hafa verið að grínast með að binda enda á stríðið í Úkraínu. Bandaríkjamenn fóru þar að auki í átök við Húta í Jemen en þeim er nú lokið aftur. Einnig virðist sem viðræður við klerkastjórnina í Íran um mögulega þróun kjarnorkuvopna séu strand og þar að auki á Trump í viðskiptadeilum við fjölmörg ríki heims. Bandaríkjamenn virðast þó hafa spilað stóra rullu í að koma á vopnahléi milli Indverja og Pakistana. WSJ hefur eftir heimildarmönnum sínum að Trump hafi kvartað við ráðgjafa sína yfir því að Pútín vilji ekki binda enda á innrás sína og að hvorki hann né Úkraínumenn séu tilbúnir til málamiðlunar. Hann hefur einnig spurt ráðgjafa sína hvort þeim finnist Pútín vera breyttur frá fyrra kjörtímabili Trumps og sagst hissa á ákvörðunum Pútíns á vígvellinum, eins og það að gera svo umfangsmiklar árásir á óbreytta borgara. Fyrr á þessu ári talaði Trump um að erfiðara yrði að eiga við yfirvöld í Kænugarði en Pútín. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þrýsta lítið sem ekkert á Rússa og þess í stað ganga hart fram gegn Úkraínumönnum. Áður en nokkrar viðræður hófust byrjuðu Bandaríkjamenn á því að sýna á spilin og slógu nokkur veigamikil viðræðuatriði af borðinu, án þess að Rússar þyrftu að gefa nokkuð eftir. Sjá einnig: Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tónninn virðist þó hafa breyst að einhverju leyti. Ráðherrar Trumps og embættismenn hafa gagnrýnt Rússa fyrir lítinn viðræðuvilja og vilja ekki gefa neitt eftir. Sjá einnig: Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Samhliða því að kalla eftir viðræðum hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Trump, JD Vance varaforseti, og Marco Rubio utanríkisráðherra, gefið til kynna að Bandaríkjamenn muni hætta að reyna að stilla til friðar og jafnvel hætta einnig að aðstoða Úkraínumenn, sem yrði mikill fengur fyrir Rússa. Fimm leiðtogar í Kænugarði Fjórir evrópskir þjóðarleiðtogar sóttu Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, heim í dag. Það voru þeir Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, og Donald Tusk, forseti Póllands. We held a five-party meeting in Kyiv with European leaders — Ukraine, France, Germany, the United Kingdom, and Poland. It is especially meaningful that they are together in Kyiv, in Ukraine, on these very days — as this week, in Europe, we honor the victors over Nazism and… pic.twitter.com/xyhE6bFDy7— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 10, 2025 Þar fundurðu þeir með Selenskí og kölluðu þeir meðal annars eftir því að Rússar samþykktu almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem Trump hefur lagt til og Úkraínumenn hafa samþykkt. Það hafa Rússar þó ekki viljað gera hingað til. Selenskí segir að þess sé nú krafist af Rússum að þrjátíu daga vopnahléið hefjist á mánudaginn, án skilyrða, og segir hann Trump styðja þá kröfu. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti 117 óbreytta úkraínska borgara hafa fallið í dróna- og eldflaugaárásum Rússa frá því Úkraínumenn sögðust samþykkja vopnahléstillöguna, þann 11. mars. Rúmlega þúsund hafa særst. Macron ræddi við blaðamenn í Kænugarði í morgun og þá sagði hann sameiginlega heimsókn þjóðarleiðtoganna vera sögulega. Hún markaði þáttaskil þegar kæmi að evrópskri öryggisstefnu og sjálfstæði Evrópu. „Þetta eru nýir tímar. Þetta er Evrópa sem lítur á sig sem stórveldi.“ Together. 🇺🇦🇫🇷🇩🇪🇬🇧🇵🇱 pic.twitter.com/m0QLtrNeac— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 10, 2025 Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. Meðal markmiða þessara uppbyggingar er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Sjá einnig: Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Á fundi þeirra fjögurra og Selenskís hringdu þeir í Donald Trump og ræddu einnig við hann. Meðal annars eru þeir sagðir hafa talað um leiðir til að þrýsta á Rússa til að samþykkja vopnahléið. Following the Coalition of the Willing meeting in Kyiv, all five leaders @ZelenskyyUa @EmmanuelMacron @bundeskanzler @donaldtusk @Keir_Starmer had a fruitful call with @POTUS focused on peace efforts.Ukraine and all allies are ready for a full unconditional ceasefire on land,… pic.twitter.com/MEfbtjtE4m— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) May 10, 2025
Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Jemen Hernaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53 Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01 Samþykktu Trump-samninginn einróma Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. 8. maí 2025 12:26 Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53
Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01
Samþykktu Trump-samninginn einróma Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. 8. maí 2025 12:26
Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59