Óvíst hvar börnin lenda í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 06:31 Húsnæði skólans við Fornhaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur var byggt 1960. Skólanum verður lokað að hluta og börnum komið fyrir annars staðar. Reykjavíkurborg Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.
Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent