Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 17:02 Íbúar eru forvitnir um opnun verslunarinnar. Vísir/Ívar Fannar Verslun Nettó í Glæsibæ verður að öllum líkindum opnuð á morgun. Tafir hafa verið á opnun verslunarinnar vegna þess að sækja þurfti um nýtt starfsleyfi í kjölfar þess að milliveggur var rifinn niður til að stækka verslunina. „Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga. Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga.
Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44