Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar 14. maí 2025 19:03 Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland NATO Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun