Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 09:06 Karim Khan, yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins, sem sætir bandarískum refsiaðgerðum vegna handtökuskipunar sem var gefin út á hendur leiðtogum Ísraels. AP/Marwan Ali Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim. Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim.
Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira