Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2025 13:25 Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að leitast verði eftir því að nefna götuna í höfuðið á konu af holdi og blóði. Vísir/Einar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir því að götunafnanefnd komi með aðra tillögu að nafni á nýrri götu við Grósku í Vatnsmýri. Götunafnanefnd lagði til að gatan fengi nafnið Völugata, meðal annars með vísun í Völuspá og völvur, en ráðið vill frekar að gatan verði nefnd í höfuðið á alvöru manneskju. Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, en nafngiftin á götunni – sem er ein þriggja gatna sem mynduðust við nýlega uppbyggingu á svæðinu í kringum Grósku – hefur ekki gengið vandræðalaust fyrir sig. Áður hafði götunafnanefnd borgarinnar lagt til að gatan fengi nafnið Bjargargata og hinar tvær Ingunnargata og Torfhildargata. Örnefnanefnd taldi hins vegar að tillaga um nafnið Bjargargötu – sem liggur milli Sturlugötu og Eggertsgötu – geta ógnað öryggi fólks þar sem nafnið væri of líkt Bjarkargötu sem væri að finna hinum megin Hringbrautar. Ruglingur gæti þannig skapast þegar óskað væri eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. Grafík/Sara Vilja heiðra merkar konur á sviði klassískra fræða Með tillögu götunafnanefndar um Bjargargötu, Ingunnargötu og Torfhildargætu vildi nefndin heiðra merkar konur á sviði hinna klassísku fræða; þær Björgu Caritas Þorláksson, fyrstu íslensku konuna til að ljúka doktorsnámi, Ingunni Arnórsdóttur, íslenskri menntakonu og kennara sem var uppi á 12. öld og Torfhildi Hólm, fyrstu íslensku konunni sem skrifaði skáldsögur. Nöfnin þóttu líka falla vel að götuheitum sem fyrir voru á svæðinu og skapa mótvægi við þau karlmannsnöfn sem þær eru kenndar við – Sturlugötu, Aragötu, Oddagötu, Sæmundargötu og Eggertsgötu. Þegar tillögu um nafninu Bjargargötu var vísað aftur til götunafnanefndar var það niðurstaða hennar að kvenmannsnafnið Vala félli best að svæðinu. Vala væri nýrri mynd orðsins völva og væri vísað til heitisins í þekktasta fornkvæði Íslendinga, eddukvæðinu Völuspá. Nafnið myndi þannig vísa til íslensks menningararfs og fornfræða og falla afar vel að öðrum götuheitum svæðisins. Sömuleiðis væri hægt að tengja nafnið við eitt þekktasta nýyrði Íslendinga, tölva, sem væri myndað með samsetningu orðanna tala og völva. „Við götuna stendur húsið Gróska, sem hýsir öflugt nýsköpunarsamfélag sem byggist að miklu leyti í kring um tölvutækni. Tölvunarfræðideild Háskóla Íslands er einnig með aðsetur í húsinu. Því þykir nefndinni viðeigandi að heiti götunnar skapi hughrif við tölvutækni,“ segir í gögnum málsins. Götunafnanefndinni þótti þannig fara vel á að í nýju heiti götunnar mætti finna skírskotun til bæði fortíðar, nútíðar og framtíðar þar sem nýsköpun og forn og merkur fræðaarfur Íslendinga myndi mætast í nýju heiti, það er Völugötu. Konu af holdi og blóði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði í samtali við RÚV í gær að meirihluti ráðsins vilji hins vegar frekar að leitast verði eftir því að nefna götuna í höfuðið á konu af holdi og blóði. „Göturnar þarna í kring eru nefndar eftir konum sem hafa verið öflugar þegar kemur að hinum klassísku fræðum svo það hljóta að vera önnur tækifæri til þess að nota þetta sem tækifæri til að hylla konur fyrir eitthvað sem þær hafa gert markvert,“ sagði Dóra Björt. Ráðið óskaði því eftir því að götunafnanefnd endurskoði tillögu sína með tilliti til fordæma á svæðinu. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, en nafngiftin á götunni – sem er ein þriggja gatna sem mynduðust við nýlega uppbyggingu á svæðinu í kringum Grósku – hefur ekki gengið vandræðalaust fyrir sig. Áður hafði götunafnanefnd borgarinnar lagt til að gatan fengi nafnið Bjargargata og hinar tvær Ingunnargata og Torfhildargata. Örnefnanefnd taldi hins vegar að tillaga um nafnið Bjargargötu – sem liggur milli Sturlugötu og Eggertsgötu – geta ógnað öryggi fólks þar sem nafnið væri of líkt Bjarkargötu sem væri að finna hinum megin Hringbrautar. Ruglingur gæti þannig skapast þegar óskað væri eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. Grafík/Sara Vilja heiðra merkar konur á sviði klassískra fræða Með tillögu götunafnanefndar um Bjargargötu, Ingunnargötu og Torfhildargætu vildi nefndin heiðra merkar konur á sviði hinna klassísku fræða; þær Björgu Caritas Þorláksson, fyrstu íslensku konuna til að ljúka doktorsnámi, Ingunni Arnórsdóttur, íslenskri menntakonu og kennara sem var uppi á 12. öld og Torfhildi Hólm, fyrstu íslensku konunni sem skrifaði skáldsögur. Nöfnin þóttu líka falla vel að götuheitum sem fyrir voru á svæðinu og skapa mótvægi við þau karlmannsnöfn sem þær eru kenndar við – Sturlugötu, Aragötu, Oddagötu, Sæmundargötu og Eggertsgötu. Þegar tillögu um nafninu Bjargargötu var vísað aftur til götunafnanefndar var það niðurstaða hennar að kvenmannsnafnið Vala félli best að svæðinu. Vala væri nýrri mynd orðsins völva og væri vísað til heitisins í þekktasta fornkvæði Íslendinga, eddukvæðinu Völuspá. Nafnið myndi þannig vísa til íslensks menningararfs og fornfræða og falla afar vel að öðrum götuheitum svæðisins. Sömuleiðis væri hægt að tengja nafnið við eitt þekktasta nýyrði Íslendinga, tölva, sem væri myndað með samsetningu orðanna tala og völva. „Við götuna stendur húsið Gróska, sem hýsir öflugt nýsköpunarsamfélag sem byggist að miklu leyti í kring um tölvutækni. Tölvunarfræðideild Háskóla Íslands er einnig með aðsetur í húsinu. Því þykir nefndinni viðeigandi að heiti götunnar skapi hughrif við tölvutækni,“ segir í gögnum málsins. Götunafnanefndinni þótti þannig fara vel á að í nýju heiti götunnar mætti finna skírskotun til bæði fortíðar, nútíðar og framtíðar þar sem nýsköpun og forn og merkur fræðaarfur Íslendinga myndi mætast í nýju heiti, það er Völugötu. Konu af holdi og blóði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði í samtali við RÚV í gær að meirihluti ráðsins vilji hins vegar frekar að leitast verði eftir því að nefna götuna í höfuðið á konu af holdi og blóði. „Göturnar þarna í kring eru nefndar eftir konum sem hafa verið öflugar þegar kemur að hinum klassísku fræðum svo það hljóta að vera önnur tækifæri til þess að nota þetta sem tækifæri til að hylla konur fyrir eitthvað sem þær hafa gert markvert,“ sagði Dóra Björt. Ráðið óskaði því eftir því að götunafnanefnd endurskoði tillögu sína með tilliti til fordæma á svæðinu.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira