Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar 15. maí 2025 16:01 „Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
„Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun