Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar 17. maí 2025 09:01 Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Reykjavík Umhverfismál Fuglar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar