Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2025 14:04 Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélögin koma að fjármögun íþróttafélaganna á Íslandi og hver þeirra lýðheilumarkmið eru. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira