Innlent

Eftir­spurn á hluta­bréfa­markaði mikil og blómstrandi gróður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Hagfræðingur segir jákvætt að ríkinu hafi tekist að selja allan hlut sinn í Íslandsbanka. Augljóst sé að mikil eftirspurn sé eftir því meðal almennings að eignast hluti í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir tveggja klukkustunda fund. Ríkin samþykktu að skiptast á tvö þúsund föngum á næstu dögum.

Það hefur verið rjómablíða um allt land í dag og gróðurinn sannarlega farinn að taka við sér. Rætt verður við garðyrkjufræðing um þessa góðu sumarbyrjun í beinni útsendingu. Og við verðum í beinni frá óhefðbundnum stefnumótaviðburði í miðborginni.

Nemendur í leik- og grunnskólum í Laugardal gengu árlega gleðigöngu í dag. Þau sungu svo með Páli Óskari að henni lokinni.

Valskonur hyggjast skrá sig á spjöld íslenskrar handboltasögu þegar þær mæta Porriño í úrslitaleik EHF-bikarsins á Hlíðarenda á morgun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 16. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×