Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 17. maí 2025 06:30 Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun