Innlent

Fjölgun falsaðra skil­ríkja og úr­slita­kvöld Euro­vision

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Ísraelski herinn hefur haldið úti stöðugum loftárásum á Gasaströndina í nótt og í dag. Á annað hundrað hafa látið lífið síðasta sólarhringinn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Hagnaður af sölu falsaðra ökuskírteina, sem fást með einföldum hætti í gegnum samfélagsmiðla, rennur að mestu til skipulagðrar brotastarfsemi. Þetta segir rannsóknarlögreglumaður, sem telur áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki eru orðin. 

Við verðum í beinni útsendingu úr veðurblíðunni á Austurlandi og heyrum hvað gestir og gangandi hafa að segja um veðursældina. 

Við verðum í beinni útsendingu frá Basel í Sviss, þar sem úrslitakeppni Eurovision fer fram í kvöld, og við verðum í beinni frá Klúróvisjón, sérstökum kabarett-viðburði í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir þá sem vilja ekki horfa á Eurovision sökum þátttöku Ísraelsmanna.

Sportpakkinn verður þéttur. Við heyrum í nýjum Evrópubikarmeisturum Vals og í Willum Þór Þórssyni nýkjörnum forseta ÍSÍ. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×