Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. maí 2025 06:04 27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun