Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 18. maí 2025 16:32 Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eurovision Eurovision 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar