Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2025 20:25 Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, segir spennandi tíma fram undan hjá félaginu, Vísir/Vilhelm Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert. Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert.
Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira