Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar 19. maí 2025 14:02 Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun