Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar 19. maí 2025 14:02 Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun