Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2025 07:31 Sit hér við tölvuna og reyni að einbeita mér, á einum heitasta og sólríkasta degi ársins. Langar svolítið að fara og “fela mig í blómabreiðu þar til heimurinn lagast”, en hann breytist víst ekki ef við leggjumst í dvala, eins og Lóaboratorium benti mér réttilega í morgun. Maður verður ringlaður, reiður og máttlaus á víxl á því að horfa á heimsfréttirnar og hugsar stöðugt, hvað get ég gert, hvað getum við gert? Og stundum líður manni eins og maður sé staddur í bókmenntaverkinu Hungurleikunum og ekki í réttu liði. - En ég ræðst ekki á lyklaborðið í dag til þess að fjalla um stríðsátök eða óhæfa leiðtoga heldur annað brýnt málefni sem skiptir svo óheyrilega miklu máli. Og það geri ég einmitt í dag, þótt blómin og fuglarnir reyni að lokka mig út, því handan við hornið er sýning heimildamyndar á RÚV sem mig langar svo til þess að benda öllum á og enginn má missa af sem lætur sig líðan og þroska barna og unglinga varða. Já, ég veit, flest horfum við kannski á sjónvarpsefni í sarpinum, eftirá, en ég hef beðið eftir sýningu þessarar myndar í meira en ár og er virkilega spennt að Íslendingar fái að sjá hana. Og spennt að sjá hvort hún veki ekki ýmsa eldhuga! Heimildamyndin heitir „Gutter på randen“ eða „Drengir á jaðrinum“ og það er norska teymið “Nils og Ronny” sem gerðu hana, en þeir hafa gert ófáar heimildamyndir um alls kyns veigamikil verkefni víðst vegar um heiminn. Þessi nýjasta mynd þeirra, „Drengir á jaðrinum” sem sýnd verður á RÚV 21. maí kl 20:05, fjallar um magnað tilboð sem stendur unglingsdrengjum í Noregi og Danmörku til boða, sem eru við það að heltast úr lestinni við lok 9. bekkjar. Úrræðið hefur gefið það góða raun að mikill meirihluti þeirra sem það þiggja fá aukið sjálfstraust, byr í seglin, halda áfram námi og klára framhaldsskóla. Það er nemendum að kostnaðarlausu, kostað af ríki, borg og styrktaraðilum. Það sem nemendum er boðið upp á eru tveggja vikna þétt skipulagðar skólavinnubúðir. Þar er þeim tekið opnum örmum, af mikilli hlýju og bjartsýni og eru 2-3 nemendur á hvern kennara. Lögð er áhersla á lestur, ritun, stærðfræði, samskiptahæfni, sjálfsstjórn, þátttöku, forvitni, þakklæti og viljastyrk. Mikið er um einlæg samtöl og engin meiðandi hegðun umborin. Dagurinn er brotinn upp með hreyfingu og leikjum, allt undir handleiðslu kennara. Hvað bóklega námið snertir er því skipt upp í litlar einingar, þar sem nemandi sér mjög skýrt hvert verkefnið er og hvenær því er lokið. Námið er þrepaskipt og nemendur fikra sig áfram upp mjög sýnilegan stiga, þar sem stutt próf eru tekin eftir hvert þrep og nemandi veit því, við lok hvers þreps, að hann KANN það sem hann hefur nú lokið við. Þegar vikunum tveimur lýkur og nemendurnir snúa aftur til síns skóla, fá þeir eftirfylgd mentors með reglulegum samtölum. Sú eftirfylgd varir út allan 10. bekkinn og inn í framhaldsskólann ef þörf er á. Að auki eru kennarar skólabúðanna í samstarfi við viðkomandi skóla um leiðir og námsefni. Það er magnað, gjörsamlega magnað, að fylgjast með drengjunum í heimildamyndinni fyllast smátt og smátt áhuga á náminu og trú á eigin getu. Sumir fara að vakna fyrir allar aldir og fyrr en krafist er, af því þeir vilja klára verkefni, komast lengra. Að heyra þá tala um sjálfa sig, við upphaf dvalarinnar og svo þegar henni lýkur er undur sterkt. Fyrir okkur öll sem brennum fyrir vellíðan barna og styrkingu sjálfsmyndar þeirra, þá er þetta eitthvað sem snertir inn að merg. Ég hef starfað jöfnum höndum við listir og sem kennari á ólíkum stigum grunnskólans. Oftar en ekki hef ég starfað með unglingum og gjarnan með þeim nemendum sem ekki finna sig í okkar nokkuð ferkantaða skólakerfi. Ég veit því af eigin raun að þær námsaðferðir sem beitt er í “Guttas campus” (en það kallast skólabúðirnar í Noregi) virka! Og ég veit að allir geta lært, vilja læra, hafa hæfileika og luma á fjársjóði sem þarf að leysa úr læðingi. Ég hélt því bjartsýn á fundi, bæði í Menntamálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg, eftir að hafa séð myndina, til þess að kynna þetta úrræði fyrir þeim sem málið varðar, í von um að koma á fót samskonar tilboði hér heima. Áður en ég átti þá fundi hafði ég fundað með forsprakka úrræðisins í Noregi, Omar Mekki, til þess að fá nánari upplýsingar um þetta stórkostlega og árangursríka verkefni. Á báðum fundum mínum hér heima var verkefninu sýndur mikill áhugi en mér vitanlega hefur það ekki náð lengra. Ekki enn. Ég hef þó fulla trú á því að ef viljinn vaknar á ólíkum vígstöðvum, þá getum við komið þessu á fót. Og ég er viss um að það eru fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki hér á landi, sem gætu hugsað sér að koma inn í slíkt sem stuðningsaðilar. Fólk sem brennur fyrir líðan barna og unglinga, hefur e.t.v. sjálft verið á jaðrinum einhvern tíma eða vill einfaldlega bæta samfélagið! Í skólum landsins í dag gerist margt merkilegt og gott en kerfið í heild sinni má gjarnan taka breytingum og hef ég lengi séð fyrir mér breytt skólakerfi þar sem við bjóðum upp á einstaklingsmiðað nám í raun, þar sem allir fá að blómstra. Þar sem við komum snemma auga á og styrkjum hæfileika hvers og eins. Til þess þarf ýmsu að breyta, svo sem áherslum, skipulagi og mönnun fagaðila. Við erum svo dásamlega ólík mannfólkið. Merkilega snemma kemur í ljós hvar áhugi okkar og hæfileikar liggja og því ætti val á leiðum og smiðjum að koma inn miklu fyrr. Á tímabili var ég í hópi sem hugðist stofna nýjan skóla í þessum anda og leiddi Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur heitinn þann hóp af miklum eldmóði. Áform okkar voru komin það langt að ákveðið húsnæði var í skoðun og samtal hafið við Reykjavíkurborg. Því miður strönduðu þau áform í kerfinu. En það þarf meira til en einn skóla og við erum mörg sem dreymir um breytt og betur mannað skólakerfi. Hins vegar geta þeir nemendur sem nú eru að nálgast lok grunnskóla ekki beðið, þeir þurfa lausnir núna. Tilboð í anda “Guttas Campus” er leið til að mæta þeim og við getum komið á fót slíku verkefni hér á landi. Við þurfum fyrst og fremst vilja og lausnamiðað hugarfar. Þess má geta að úrræðið er nú einnig í boði fyrir stúlkur í Noregi, þótt það hafi hafist sem tilboð fyrir drengi. Þar þótti þörfin mest við upphaf verkefnisins enda brottfall þeirra úr skóla mun meira. Og alveg að lokum - kæri forseti, Halla Tómasdóttir - í kosningabaráttu þinni talaðir þú um að þú vildir leiða ólíka hópa saman til samtals og þú ræddir sérstaklega um vaxandi vanlíðan barna og unglinga. Spurningin er hvort þú viljir vera sú sem kallar til samtals um þetta og önnur brýn og spennandi lausnamiðuð verkefni. Höfundur er listamaður og kennari. Heimildamyndin Drengir á jaðrinum verður sýnd á RÚV 21. maí klukkan 20:05 Sjá heimasíðu guttascampus.no Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sit hér við tölvuna og reyni að einbeita mér, á einum heitasta og sólríkasta degi ársins. Langar svolítið að fara og “fela mig í blómabreiðu þar til heimurinn lagast”, en hann breytist víst ekki ef við leggjumst í dvala, eins og Lóaboratorium benti mér réttilega í morgun. Maður verður ringlaður, reiður og máttlaus á víxl á því að horfa á heimsfréttirnar og hugsar stöðugt, hvað get ég gert, hvað getum við gert? Og stundum líður manni eins og maður sé staddur í bókmenntaverkinu Hungurleikunum og ekki í réttu liði. - En ég ræðst ekki á lyklaborðið í dag til þess að fjalla um stríðsátök eða óhæfa leiðtoga heldur annað brýnt málefni sem skiptir svo óheyrilega miklu máli. Og það geri ég einmitt í dag, þótt blómin og fuglarnir reyni að lokka mig út, því handan við hornið er sýning heimildamyndar á RÚV sem mig langar svo til þess að benda öllum á og enginn má missa af sem lætur sig líðan og þroska barna og unglinga varða. Já, ég veit, flest horfum við kannski á sjónvarpsefni í sarpinum, eftirá, en ég hef beðið eftir sýningu þessarar myndar í meira en ár og er virkilega spennt að Íslendingar fái að sjá hana. Og spennt að sjá hvort hún veki ekki ýmsa eldhuga! Heimildamyndin heitir „Gutter på randen“ eða „Drengir á jaðrinum“ og það er norska teymið “Nils og Ronny” sem gerðu hana, en þeir hafa gert ófáar heimildamyndir um alls kyns veigamikil verkefni víðst vegar um heiminn. Þessi nýjasta mynd þeirra, „Drengir á jaðrinum” sem sýnd verður á RÚV 21. maí kl 20:05, fjallar um magnað tilboð sem stendur unglingsdrengjum í Noregi og Danmörku til boða, sem eru við það að heltast úr lestinni við lok 9. bekkjar. Úrræðið hefur gefið það góða raun að mikill meirihluti þeirra sem það þiggja fá aukið sjálfstraust, byr í seglin, halda áfram námi og klára framhaldsskóla. Það er nemendum að kostnaðarlausu, kostað af ríki, borg og styrktaraðilum. Það sem nemendum er boðið upp á eru tveggja vikna þétt skipulagðar skólavinnubúðir. Þar er þeim tekið opnum örmum, af mikilli hlýju og bjartsýni og eru 2-3 nemendur á hvern kennara. Lögð er áhersla á lestur, ritun, stærðfræði, samskiptahæfni, sjálfsstjórn, þátttöku, forvitni, þakklæti og viljastyrk. Mikið er um einlæg samtöl og engin meiðandi hegðun umborin. Dagurinn er brotinn upp með hreyfingu og leikjum, allt undir handleiðslu kennara. Hvað bóklega námið snertir er því skipt upp í litlar einingar, þar sem nemandi sér mjög skýrt hvert verkefnið er og hvenær því er lokið. Námið er þrepaskipt og nemendur fikra sig áfram upp mjög sýnilegan stiga, þar sem stutt próf eru tekin eftir hvert þrep og nemandi veit því, við lok hvers þreps, að hann KANN það sem hann hefur nú lokið við. Þegar vikunum tveimur lýkur og nemendurnir snúa aftur til síns skóla, fá þeir eftirfylgd mentors með reglulegum samtölum. Sú eftirfylgd varir út allan 10. bekkinn og inn í framhaldsskólann ef þörf er á. Að auki eru kennarar skólabúðanna í samstarfi við viðkomandi skóla um leiðir og námsefni. Það er magnað, gjörsamlega magnað, að fylgjast með drengjunum í heimildamyndinni fyllast smátt og smátt áhuga á náminu og trú á eigin getu. Sumir fara að vakna fyrir allar aldir og fyrr en krafist er, af því þeir vilja klára verkefni, komast lengra. Að heyra þá tala um sjálfa sig, við upphaf dvalarinnar og svo þegar henni lýkur er undur sterkt. Fyrir okkur öll sem brennum fyrir vellíðan barna og styrkingu sjálfsmyndar þeirra, þá er þetta eitthvað sem snertir inn að merg. Ég hef starfað jöfnum höndum við listir og sem kennari á ólíkum stigum grunnskólans. Oftar en ekki hef ég starfað með unglingum og gjarnan með þeim nemendum sem ekki finna sig í okkar nokkuð ferkantaða skólakerfi. Ég veit því af eigin raun að þær námsaðferðir sem beitt er í “Guttas campus” (en það kallast skólabúðirnar í Noregi) virka! Og ég veit að allir geta lært, vilja læra, hafa hæfileika og luma á fjársjóði sem þarf að leysa úr læðingi. Ég hélt því bjartsýn á fundi, bæði í Menntamálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg, eftir að hafa séð myndina, til þess að kynna þetta úrræði fyrir þeim sem málið varðar, í von um að koma á fót samskonar tilboði hér heima. Áður en ég átti þá fundi hafði ég fundað með forsprakka úrræðisins í Noregi, Omar Mekki, til þess að fá nánari upplýsingar um þetta stórkostlega og árangursríka verkefni. Á báðum fundum mínum hér heima var verkefninu sýndur mikill áhugi en mér vitanlega hefur það ekki náð lengra. Ekki enn. Ég hef þó fulla trú á því að ef viljinn vaknar á ólíkum vígstöðvum, þá getum við komið þessu á fót. Og ég er viss um að það eru fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki hér á landi, sem gætu hugsað sér að koma inn í slíkt sem stuðningsaðilar. Fólk sem brennur fyrir líðan barna og unglinga, hefur e.t.v. sjálft verið á jaðrinum einhvern tíma eða vill einfaldlega bæta samfélagið! Í skólum landsins í dag gerist margt merkilegt og gott en kerfið í heild sinni má gjarnan taka breytingum og hef ég lengi séð fyrir mér breytt skólakerfi þar sem við bjóðum upp á einstaklingsmiðað nám í raun, þar sem allir fá að blómstra. Þar sem við komum snemma auga á og styrkjum hæfileika hvers og eins. Til þess þarf ýmsu að breyta, svo sem áherslum, skipulagi og mönnun fagaðila. Við erum svo dásamlega ólík mannfólkið. Merkilega snemma kemur í ljós hvar áhugi okkar og hæfileikar liggja og því ætti val á leiðum og smiðjum að koma inn miklu fyrr. Á tímabili var ég í hópi sem hugðist stofna nýjan skóla í þessum anda og leiddi Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur heitinn þann hóp af miklum eldmóði. Áform okkar voru komin það langt að ákveðið húsnæði var í skoðun og samtal hafið við Reykjavíkurborg. Því miður strönduðu þau áform í kerfinu. En það þarf meira til en einn skóla og við erum mörg sem dreymir um breytt og betur mannað skólakerfi. Hins vegar geta þeir nemendur sem nú eru að nálgast lok grunnskóla ekki beðið, þeir þurfa lausnir núna. Tilboð í anda “Guttas Campus” er leið til að mæta þeim og við getum komið á fót slíku verkefni hér á landi. Við þurfum fyrst og fremst vilja og lausnamiðað hugarfar. Þess má geta að úrræðið er nú einnig í boði fyrir stúlkur í Noregi, þótt það hafi hafist sem tilboð fyrir drengi. Þar þótti þörfin mest við upphaf verkefnisins enda brottfall þeirra úr skóla mun meira. Og alveg að lokum - kæri forseti, Halla Tómasdóttir - í kosningabaráttu þinni talaðir þú um að þú vildir leiða ólíka hópa saman til samtals og þú ræddir sérstaklega um vaxandi vanlíðan barna og unglinga. Spurningin er hvort þú viljir vera sú sem kallar til samtals um þetta og önnur brýn og spennandi lausnamiðuð verkefni. Höfundur er listamaður og kennari. Heimildamyndin Drengir á jaðrinum verður sýnd á RÚV 21. maí klukkan 20:05 Sjá heimasíðu guttascampus.no
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun