„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 12:00 Í meira en þrjá áratugi hefur íslenska þjóðin velt því fyrir sér hvernig hver væri réttlátasta leiðin til að tryggja samfélaginu arð af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Frá innleiðingu kvótakerfisins hafa orðið til mikill verðmæti en á sama tíma einnig orðið djúpstæð og langvinn umræða um réttlæti og hlutdeild þjóðarinnar. Umræðan hefur of lengi verið föst í skotgröfum: annars vegar krafan um aukna skattheimtu til ríkisins og hins vegar varnarstaða útgerðar sem hefur áhyggjur af atvinnuöryggi og rekstrarhæfi. Hugsanlega er verið að leita lausnar á röngum stað. Hvað ef forsendur sáttar og trausts liggja ekki í því að stjórnvöld ein ráði ferðinni, heldur að samstarf verði undirstaða nýrrar nálgunar? Með því að þróa veiðistýringu þar sem markmiðið er hámarks hagkvæmni í stað hámarksafla, það sem alþjóðlega kallast MEY (Maximum Economic Yield) í stað TAC (Total Allowable Catch), má skapa raunhæfan grundvöll fyrir nýtt og skilvirkara veiðigjaldakerfi. Samkeppnishæfni byggð á hagkvæmni, ekki aflamagni Skýrsla Gunnars Haraldssonr og David Carey “Ensuring a Sustainable and Efficient Fishery in Iceland” frá árinu 2011 („OECD-vinnuskjal nr. 891/2011“) útlistar meðal annars MEY og hvernig það skilar aukinni auðlindarentu sem hækkar skattstofn veiðigjalda og bætir afkomu veiða. TAC-kerfið, sem byggir á ráðgjöf vísindamanna um líffræðilega sjálfbæran afla, er grundvöllur núverandi fiskveiðistjórnunar. En TAC-kerfið segir ekkert um hvað er hagkvæmt. Útgerðir leitast við að ná í það sem þeim er skammtað en veiða ekki það sem gefur besta arðsemi. Þetta getur leitt til óþarfa sóunar, aukins álags á vistkerfi og hærri kostnaðar. MEY-aðferðin snýst hins vegar um að hámarka þjóðhagslegan ávinning. Í stað þess að hámarka aflamagn, er litið til þess að lágmarka kostnað við veiðar og hámarka verðmæti landaðs afla, með betri nýtingu tækja, minni olíunotkun og betri stýringu á tímasetningu veiða og löndunar. Frá TAC yfir í MEY: Samanburður og stefna Skýrsla Gunnlaugssonar og Agnarssonar “Late arrival: The development of resource rent in Icelandic fisheries” (2019) sýnir að auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi náðist ekki fyrr en árið 2009, næstum tveimur áratugum eftir innleiðingu kvótakerfisins. Frá þeim tíma hefur auðlindarenta verið að meðaltali 16–19% af útflutningsverðmæti greinarinnar, en aðeins 13–15% þessarar rentu hefur verið innheimt með veiðigjaldi, nema árið 2016 þegar hlutfallið fór í 26–29%.Þetta undirstrikar að núverandi veiðigjaldakerfi hefur hvorki verið stöðugt né skilvirkt skattlagningarform – það bregst við afkomu með töf og sveiflast með gengi, vöruverði og pólitískum ákvörðunum. Ríki og útgerð: samstarf í stað átaka Til að slíkt kerfi nái fram að ganga þarf breyting á viðhorfum, frá yfirráðum til samstarfs. Ríkið getur ekki ákveðið einhliða MEY-aðferðina enda þarf það mikla innsýn í daglegan rekstur útgerða, þróun markaða, kostnaðaráætlanir og sveiflur í arðsemi. Því er nauðsynlegt að útgerðin sjálf fái umboð til að þróa veiðistýringu sem miðar að hámarks hagkvæmni, með því skilyrði að hún sé gagnsæ og byggð á sameiginlegum mælikvörðum. Þetta kallar á nýjan gagnagrunn þar sem veiðar, vinnsla, verðmyndun og rekstrarkostnaður eru skráðir með samræmdum hætti. Slíkt samstarf milli stjórnvalda og útgerðar myndi ekki aðeins bæta eftirlit og skilvirkni heldur einnig skapa traust, og þar með forsendur fyrir breiðri sátt um hlutverk veiðigjaldsins sem raunverulegs arðgreiðsluskerfis, en ekki einhliða skatt. Gagnsæi og fyrirsjáanleiki: lykillinn að trausti Í dag er ófyrirsjáanleiki helsti veikleiki veiðigjaldakerfisins. Reiknistofn gjaldsins er óstöðugur, tengist illa raunarðsemi og getur sveiflast verulega milli ára, jafnvel þegar afkoma greinarinnar stendur í stað. Slíkt dregur úr trausti og veldur bæði fjárhagslegu óöryggi og pólitískri spennu. Með því að byggja veiðigjald á meðaltalsarðsemi eftir tegundum og vinnsluformi, og samræma reikninga með föstum stuðlum sem gilda í að lágmarki eitt ár í senn, má tryggja fyrirsjáanleika. Til viðbótar væri hægt að setja hámarks- og lágmarksgjald til að draga úr sveiflum vegna skammtímaþátta. Þannig væri veiðigjaldið raunverulega hlutdeild þjóðarinnar í auðlindarentu en ekki kvöð sem breytist eftir veðri og vindum. Stöðugleiki atvinnugreinar og byggða Í umræðu um skattgreiðslur á sjávarútveginn og aukna skattheimtu með veiðigjaldi gleymist oftar en ekki að hér er um að ræða atvinnugrein sem er burðarás í íslensku efnahagslífi. Sjávarútvegurinn heldur uppi atvinnu, byggðum og gjaldeyrisöflun. Ef veiðigjald er hækkað um of án samhliða hagræðingar í rekstri getur það grafið undan stoðum í minni byggðum þar sem lítil útgerð ræður ríkjum. Með MEY-aðferð má hins vegar stýra veiðum á þann hátt að hver einasta eining skapi meira virði með minni tilkostnaði. Þannig er hægt að vernda smærri útgerðir með aukinni hagkvæmni í stað þess að veita afslætti sem veikja jafnræði í kerfinu. Traustið fæst með samtali Ef veiðigjaldakerfið á að lifa og dafna þarf það að byggjast á samtali og gagnkvæmu trausti. Pólitísk ákvarðanataka, án aðkomu þeirra sem bera rekstraráhættuna, leiðir sjaldan til sáttar. Samtímis geta útgerðir ekki gert kröfu um aðgang að auðlindinni án þess að þjóðin fái sinn hlut. MEY-nálgunin skapar grundvöll fyrir þessa sátt. Hún sameinar hagkvæmni útgerðar, sjálfbærni veiða og hlutdeild þjóðarinnar. Með samstarfi um gagnaöflun, sameiginlega mælikvarða og skýrar leikreglur um veiðigjöld má rjúfa þá stöðnun sem einkennt hefur umræðuna um veiðigjald síðustu ár. Það er kominn tími til að við ræðum ekki bara um hve mikið á að innheimta heldur hvernig við nýtum auðlindina sem best. Þar liggur lykillinn að sátt. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í meira en þrjá áratugi hefur íslenska þjóðin velt því fyrir sér hvernig hver væri réttlátasta leiðin til að tryggja samfélaginu arð af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Frá innleiðingu kvótakerfisins hafa orðið til mikill verðmæti en á sama tíma einnig orðið djúpstæð og langvinn umræða um réttlæti og hlutdeild þjóðarinnar. Umræðan hefur of lengi verið föst í skotgröfum: annars vegar krafan um aukna skattheimtu til ríkisins og hins vegar varnarstaða útgerðar sem hefur áhyggjur af atvinnuöryggi og rekstrarhæfi. Hugsanlega er verið að leita lausnar á röngum stað. Hvað ef forsendur sáttar og trausts liggja ekki í því að stjórnvöld ein ráði ferðinni, heldur að samstarf verði undirstaða nýrrar nálgunar? Með því að þróa veiðistýringu þar sem markmiðið er hámarks hagkvæmni í stað hámarksafla, það sem alþjóðlega kallast MEY (Maximum Economic Yield) í stað TAC (Total Allowable Catch), má skapa raunhæfan grundvöll fyrir nýtt og skilvirkara veiðigjaldakerfi. Samkeppnishæfni byggð á hagkvæmni, ekki aflamagni Skýrsla Gunnars Haraldssonr og David Carey “Ensuring a Sustainable and Efficient Fishery in Iceland” frá árinu 2011 („OECD-vinnuskjal nr. 891/2011“) útlistar meðal annars MEY og hvernig það skilar aukinni auðlindarentu sem hækkar skattstofn veiðigjalda og bætir afkomu veiða. TAC-kerfið, sem byggir á ráðgjöf vísindamanna um líffræðilega sjálfbæran afla, er grundvöllur núverandi fiskveiðistjórnunar. En TAC-kerfið segir ekkert um hvað er hagkvæmt. Útgerðir leitast við að ná í það sem þeim er skammtað en veiða ekki það sem gefur besta arðsemi. Þetta getur leitt til óþarfa sóunar, aukins álags á vistkerfi og hærri kostnaðar. MEY-aðferðin snýst hins vegar um að hámarka þjóðhagslegan ávinning. Í stað þess að hámarka aflamagn, er litið til þess að lágmarka kostnað við veiðar og hámarka verðmæti landaðs afla, með betri nýtingu tækja, minni olíunotkun og betri stýringu á tímasetningu veiða og löndunar. Frá TAC yfir í MEY: Samanburður og stefna Skýrsla Gunnlaugssonar og Agnarssonar “Late arrival: The development of resource rent in Icelandic fisheries” (2019) sýnir að auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi náðist ekki fyrr en árið 2009, næstum tveimur áratugum eftir innleiðingu kvótakerfisins. Frá þeim tíma hefur auðlindarenta verið að meðaltali 16–19% af útflutningsverðmæti greinarinnar, en aðeins 13–15% þessarar rentu hefur verið innheimt með veiðigjaldi, nema árið 2016 þegar hlutfallið fór í 26–29%.Þetta undirstrikar að núverandi veiðigjaldakerfi hefur hvorki verið stöðugt né skilvirkt skattlagningarform – það bregst við afkomu með töf og sveiflast með gengi, vöruverði og pólitískum ákvörðunum. Ríki og útgerð: samstarf í stað átaka Til að slíkt kerfi nái fram að ganga þarf breyting á viðhorfum, frá yfirráðum til samstarfs. Ríkið getur ekki ákveðið einhliða MEY-aðferðina enda þarf það mikla innsýn í daglegan rekstur útgerða, þróun markaða, kostnaðaráætlanir og sveiflur í arðsemi. Því er nauðsynlegt að útgerðin sjálf fái umboð til að þróa veiðistýringu sem miðar að hámarks hagkvæmni, með því skilyrði að hún sé gagnsæ og byggð á sameiginlegum mælikvörðum. Þetta kallar á nýjan gagnagrunn þar sem veiðar, vinnsla, verðmyndun og rekstrarkostnaður eru skráðir með samræmdum hætti. Slíkt samstarf milli stjórnvalda og útgerðar myndi ekki aðeins bæta eftirlit og skilvirkni heldur einnig skapa traust, og þar með forsendur fyrir breiðri sátt um hlutverk veiðigjaldsins sem raunverulegs arðgreiðsluskerfis, en ekki einhliða skatt. Gagnsæi og fyrirsjáanleiki: lykillinn að trausti Í dag er ófyrirsjáanleiki helsti veikleiki veiðigjaldakerfisins. Reiknistofn gjaldsins er óstöðugur, tengist illa raunarðsemi og getur sveiflast verulega milli ára, jafnvel þegar afkoma greinarinnar stendur í stað. Slíkt dregur úr trausti og veldur bæði fjárhagslegu óöryggi og pólitískri spennu. Með því að byggja veiðigjald á meðaltalsarðsemi eftir tegundum og vinnsluformi, og samræma reikninga með föstum stuðlum sem gilda í að lágmarki eitt ár í senn, má tryggja fyrirsjáanleika. Til viðbótar væri hægt að setja hámarks- og lágmarksgjald til að draga úr sveiflum vegna skammtímaþátta. Þannig væri veiðigjaldið raunverulega hlutdeild þjóðarinnar í auðlindarentu en ekki kvöð sem breytist eftir veðri og vindum. Stöðugleiki atvinnugreinar og byggða Í umræðu um skattgreiðslur á sjávarútveginn og aukna skattheimtu með veiðigjaldi gleymist oftar en ekki að hér er um að ræða atvinnugrein sem er burðarás í íslensku efnahagslífi. Sjávarútvegurinn heldur uppi atvinnu, byggðum og gjaldeyrisöflun. Ef veiðigjald er hækkað um of án samhliða hagræðingar í rekstri getur það grafið undan stoðum í minni byggðum þar sem lítil útgerð ræður ríkjum. Með MEY-aðferð má hins vegar stýra veiðum á þann hátt að hver einasta eining skapi meira virði með minni tilkostnaði. Þannig er hægt að vernda smærri útgerðir með aukinni hagkvæmni í stað þess að veita afslætti sem veikja jafnræði í kerfinu. Traustið fæst með samtali Ef veiðigjaldakerfið á að lifa og dafna þarf það að byggjast á samtali og gagnkvæmu trausti. Pólitísk ákvarðanataka, án aðkomu þeirra sem bera rekstraráhættuna, leiðir sjaldan til sáttar. Samtímis geta útgerðir ekki gert kröfu um aðgang að auðlindinni án þess að þjóðin fái sinn hlut. MEY-nálgunin skapar grundvöll fyrir þessa sátt. Hún sameinar hagkvæmni útgerðar, sjálfbærni veiða og hlutdeild þjóðarinnar. Með samstarfi um gagnaöflun, sameiginlega mælikvarða og skýrar leikreglur um veiðigjöld má rjúfa þá stöðnun sem einkennt hefur umræðuna um veiðigjald síðustu ár. Það er kominn tími til að við ræðum ekki bara um hve mikið á að innheimta heldur hvernig við nýtum auðlindina sem best. Þar liggur lykillinn að sátt. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun