Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:32 Hildur telur að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi almennt skapað góða stemningu á íþróttaviðburðum. Vísir/Einar og Anton Brink Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. Fjallað hefur verið um það nýlega að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi margfaldast og að lögreglan hyggist auka eftirlit með sölunni. Dæmi sé um að ekki hafi verið leyfi fyrir slíkri sölu. Þá samþykkti Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á þingi sínu síðustu helgi að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að koma þyrfti böndum á slíka áfengissölu. Áfengisneysla á íþróttaviðburðum samræmdist illa forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. „Ég veit ekki til þess að sala áfengisveitinga hafi skapað sérstök vandamál á íþróttaviðburðum á síðustu árum. Íþróttasvæðin eru ákveðin þungamiðja í borgarhverfunum og aðdráttarafl fyrir fólk að koma saman og hvetja hverfisliðin til dáða. Sala bæði áfengis og annarra veitinga hefur almennt skapað jákvæða stemningu á þessum viðburðum,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sé vel hægt að skapa jákvæða menningu í kringum áfengissölu Það eigi ekki að draga úr möguleikum fólks til að gera sér glaðan dag innan hverfis. Það sé vel hægt að skapa jákvæða og góða menningu í kringum áfengissöluna verði regluverkið aðlagað tíðaranda. „Sala áfengisveitinga þegar átt sér stað um nokkurt skeið og hefur ekki skapað nein teljandi vandamál. Ég ber fullt traust til íþróttahreyfingarinnar og tel henni vel treystandi til að útfæra þetta vel og tryggja að fólk undir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfengi,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna minna á dómsdagsspár sem hafi fylgt opnun nýrra kaffihúsa innan hverfanna fyrir tíu til fimmtán árum. „Þá stigu ýmsir fram og óttuðust að sala áfengisveitinga innan hverfa myndi leiða af sér óspektir og ósóma. Það hefur sannarlega ekki raungerst heldur hafa kaffihúsin þvert á móti glætt hverfin lífi og skapað ákveðna menningu sem fólk kann að meta. Íþróttaviðburðir skapa ekki síður mikilvæga menningu og stemningu í hverfunum og með skynsamlegum ramma má útfæra áfengissöluna vel og gefa fólki svigrúm til að gleðjast og hafa gaman.“ En tekurðu undir þessar hugmyndir að það verði selt á ákveðnum tímum á meðan leikjunum stendur og ekki aðgengilegt öllum? Sé til dæmis aðskilið svæðum þar sem börn eru? „Mér finnst fyrst og fremst eðlilegt að aðlaga regluverkið með þeim hætti að áfengissala verði heimiluð. Auðvitað þarf að virða reglur um aldurstakmörk og gæta þess að börn komist ekki í áfengar veitingar, það liggur í hlutarins eðli, en ég treysti íþróttafélögunum fullkomlega til að útfæra þetta með sóma,“ segir Hildur. Spurð um það hvort eðlilegt sé að börn séu í kringum drukkið fólk á slíkum viðburðum segir Hildur að menningin hafi hingað til ekki einkennst af ofdrykkju. Hún hafi almennt verið vandræðalaus. „Það er miklu frekar þannig að fólk komi saman, geri sér glaðan dag og styðji sín hverfislið með vinum og nágrönnum. Í kringum þetta hefur skapast skemmtileg hverfismenning sem við eigum að styðja við. Að mínu mati er fólki vel treystandi til að fá sér einn til tvo bjóra áfallalaust. Ég hreinlega skil ekki þessa tortryggni og þetta vantraust gagnvart fólki í borginni sem almennt sýnir skynsemi og ábyrgð og fer vel með það frelsi sem það á skilið að njóta." Reykjavík Áfengi Sveitarstjórnarmál Menning ÍSÍ Tengdar fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Fjallað hefur verið um það nýlega að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi margfaldast og að lögreglan hyggist auka eftirlit með sölunni. Dæmi sé um að ekki hafi verið leyfi fyrir slíkri sölu. Þá samþykkti Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á þingi sínu síðustu helgi að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að koma þyrfti böndum á slíka áfengissölu. Áfengisneysla á íþróttaviðburðum samræmdist illa forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. „Ég veit ekki til þess að sala áfengisveitinga hafi skapað sérstök vandamál á íþróttaviðburðum á síðustu árum. Íþróttasvæðin eru ákveðin þungamiðja í borgarhverfunum og aðdráttarafl fyrir fólk að koma saman og hvetja hverfisliðin til dáða. Sala bæði áfengis og annarra veitinga hefur almennt skapað jákvæða stemningu á þessum viðburðum,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sé vel hægt að skapa jákvæða menningu í kringum áfengissölu Það eigi ekki að draga úr möguleikum fólks til að gera sér glaðan dag innan hverfis. Það sé vel hægt að skapa jákvæða og góða menningu í kringum áfengissöluna verði regluverkið aðlagað tíðaranda. „Sala áfengisveitinga þegar átt sér stað um nokkurt skeið og hefur ekki skapað nein teljandi vandamál. Ég ber fullt traust til íþróttahreyfingarinnar og tel henni vel treystandi til að útfæra þetta vel og tryggja að fólk undir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfengi,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna minna á dómsdagsspár sem hafi fylgt opnun nýrra kaffihúsa innan hverfanna fyrir tíu til fimmtán árum. „Þá stigu ýmsir fram og óttuðust að sala áfengisveitinga innan hverfa myndi leiða af sér óspektir og ósóma. Það hefur sannarlega ekki raungerst heldur hafa kaffihúsin þvert á móti glætt hverfin lífi og skapað ákveðna menningu sem fólk kann að meta. Íþróttaviðburðir skapa ekki síður mikilvæga menningu og stemningu í hverfunum og með skynsamlegum ramma má útfæra áfengissöluna vel og gefa fólki svigrúm til að gleðjast og hafa gaman.“ En tekurðu undir þessar hugmyndir að það verði selt á ákveðnum tímum á meðan leikjunum stendur og ekki aðgengilegt öllum? Sé til dæmis aðskilið svæðum þar sem börn eru? „Mér finnst fyrst og fremst eðlilegt að aðlaga regluverkið með þeim hætti að áfengissala verði heimiluð. Auðvitað þarf að virða reglur um aldurstakmörk og gæta þess að börn komist ekki í áfengar veitingar, það liggur í hlutarins eðli, en ég treysti íþróttafélögunum fullkomlega til að útfæra þetta með sóma,“ segir Hildur. Spurð um það hvort eðlilegt sé að börn séu í kringum drukkið fólk á slíkum viðburðum segir Hildur að menningin hafi hingað til ekki einkennst af ofdrykkju. Hún hafi almennt verið vandræðalaus. „Það er miklu frekar þannig að fólk komi saman, geri sér glaðan dag og styðji sín hverfislið með vinum og nágrönnum. Í kringum þetta hefur skapast skemmtileg hverfismenning sem við eigum að styðja við. Að mínu mati er fólki vel treystandi til að fá sér einn til tvo bjóra áfallalaust. Ég hreinlega skil ekki þessa tortryggni og þetta vantraust gagnvart fólki í borginni sem almennt sýnir skynsemi og ábyrgð og fer vel með það frelsi sem það á skilið að njóta."
Reykjavík Áfengi Sveitarstjórnarmál Menning ÍSÍ Tengdar fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43