Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. maí 2025 18:11 Kyrrstaðan verður nú rofin. Félags- og húsnæðismálaráðuneytið Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, undirrituðu í dag samning sem ætlað er að tryggja framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili í Norðurþingi. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að árið 2021 hafi skóflustunga verið tekin að nýju hjúkrunarheimili við Auðbrekku 2 og í kjölfarið grafið fyrir grunni hússins. Ekkert hafi hins vegar orðið af sjálfri byggingu hjúkrunarheimilisins. Inga Sæland segir að nú verði breyting á. „Nú spýtum við í lófana og tryggjum íbúum Norðurþings hjúkrunarheimilið sem þeir hafa beðið eftir svo árum skiptir. Það er táknrænt að við rjúfum kyrrstöðuna með því að undirrita samninginn ofan í holunni sem safnað hefur vatni síðustu ár. Áfram gakk!“ er haft eftir ráðherra. „Barátta sveitarstjórna Norðurþings og nágrannasveitarfélaganna fyrir nýju hjúkrunarheimili hefur staðið í mörg ár. Því er afar ánægjulegt að undirrita í dag samkomulag um uppbyggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík án ábyrgðar sveitarfélaganna á fjármögnun. Undirbúningsvinna hefur gengið vel síðustu mánuði og það verður stór stund þegar íbúar og starfsfólk Hvamms geta flutt úr núverandi húsnæði sem er barn síns tíma og í nýja hjúkrunarheimilið,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra í Norðurþingi. Viðstaddir undirritunina í dag voru íbúar hjúkrunarheimilisins Hvamms en áðurnefnt framkvæmdasvæði er þar fyrir aftan. Á nýja hjúkrunarheimilinu verða 60 hjúkrunarrými og munu allir 54 íbúar Hvamms flytja yfir þegar heimilið verður opnað. Nýja heimilið leysir þannig það eldra af hólmi, auk þess sem hjúkrunarrýmum í sveitarfélaginu fjölgar um sex. Samkvæmt samningnum útvegar Norðurþing ríkinu lóðina sem mun á næstu dögum auglýsa eftir aðila til að byggja hjúkrunarheimilið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í desember á þessu ári eða í janúar 2026 og standi til lok árs 2027. Ríkið mun síðan leigja húsið með leigusamningi til 20-30 ára. Fyrirkomulagið sem gengið var út frá þegar grafið var fyrir grunni hússins gerði ekki ráð fyrir leigusamningi. Hjúkrunarheimili Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að árið 2021 hafi skóflustunga verið tekin að nýju hjúkrunarheimili við Auðbrekku 2 og í kjölfarið grafið fyrir grunni hússins. Ekkert hafi hins vegar orðið af sjálfri byggingu hjúkrunarheimilisins. Inga Sæland segir að nú verði breyting á. „Nú spýtum við í lófana og tryggjum íbúum Norðurþings hjúkrunarheimilið sem þeir hafa beðið eftir svo árum skiptir. Það er táknrænt að við rjúfum kyrrstöðuna með því að undirrita samninginn ofan í holunni sem safnað hefur vatni síðustu ár. Áfram gakk!“ er haft eftir ráðherra. „Barátta sveitarstjórna Norðurþings og nágrannasveitarfélaganna fyrir nýju hjúkrunarheimili hefur staðið í mörg ár. Því er afar ánægjulegt að undirrita í dag samkomulag um uppbyggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík án ábyrgðar sveitarfélaganna á fjármögnun. Undirbúningsvinna hefur gengið vel síðustu mánuði og það verður stór stund þegar íbúar og starfsfólk Hvamms geta flutt úr núverandi húsnæði sem er barn síns tíma og í nýja hjúkrunarheimilið,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra í Norðurþingi. Viðstaddir undirritunina í dag voru íbúar hjúkrunarheimilisins Hvamms en áðurnefnt framkvæmdasvæði er þar fyrir aftan. Á nýja hjúkrunarheimilinu verða 60 hjúkrunarrými og munu allir 54 íbúar Hvamms flytja yfir þegar heimilið verður opnað. Nýja heimilið leysir þannig það eldra af hólmi, auk þess sem hjúkrunarrýmum í sveitarfélaginu fjölgar um sex. Samkvæmt samningnum útvegar Norðurþing ríkinu lóðina sem mun á næstu dögum auglýsa eftir aðila til að byggja hjúkrunarheimilið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í desember á þessu ári eða í janúar 2026 og standi til lok árs 2027. Ríkið mun síðan leigja húsið með leigusamningi til 20-30 ára. Fyrirkomulagið sem gengið var út frá þegar grafið var fyrir grunni hússins gerði ekki ráð fyrir leigusamningi.
Hjúkrunarheimili Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira