Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2025 13:02 Dráttarvéladagurinn er á Blikastöðum í dag en reiknað er með fjölmenni á daginn til að skoða gamlar dráttarvélar. Aðsend Það er mikið um að vera á jörðinni Blikastöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en þar fer fram dráttarvéladagur þar sem margar af elstu dráttarvélum landsins eru til sýnis. Þá er markaður á staðnum með allskonar traktorsdóti þar sem hægt er að gera góð kaup. Það eru ótrúlega margir, sem hafa áhuga á að gera upp gamlar dráttarvélar og þar eru eldri karlmenn í miklum meirihluta. Sérstök síða er á Facebook, sem heitir Fergusonfélagið en hún er með mörg þúsund fylgjendur þar sem dráttarvéla sögum er deilt og sýndar myndir þar sem er verið að gera um gamlar dráttarvélar. Í dag stendur yfir Dráttarvéladagur á Blikastöðum, sem er jörð einstaklega á höfuðborgarsvæðinu og liggur að sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en þar er Skagfirðingurinn og fyrrverandi flugstjóri, Albert Baldursson allt í öllu á deginum. „Já það má segja að þetta sé svona lokin á vetrarstarfi Fergusonfélagsins. Þá er þessi dagur, sem við höfum alltaf haldið í lok maí og það er véladagur þar sem menn eru að koma með tækin sín og tól og jafnvel sýna afrakstur vetrarins, það sem menn hafa verið að gera í vetur,“ segir Albert. Eru þetta eru allt gamlar dráttarvélar, sem þið eruð að sýna eða hvað? „Já bæði og. Það eru hér yngri vélar líka en yfirleitt eru þetta vélar, sem eru getum við sagt svona fyrir 1965 og 1970 og bara alveg frá því að fyrstu vélar komu.“ Allir eru velkomnir á Dráttavélardaginn í dag á Blikastöðum. Aðsend En hvað er elsta dráttarvélina gömul á sýningu dagsins? „Hún er frá 1952, elsta vélin, sem við getum sýnt og er vel ökufær. Það er gamli grái Ferguson,“ segir Albert. Albert á sjálfur fjórar vélar á sýningunni, sem hann hefur allar gert upp sjálfur og er stoltur af eins og von er. Hann reiknar með mikið af gestum á Dráttarvéladaginn enda allir velkomnir og ekkert kostar inn. „Já, já, allir velkomnir og það er opið hjá okkur til klukkan 17:00 í dag eða eins og fólk nennir að hanga hérna. Það er fjölskyldustemming hjá okkur og við vonum að það verði bara í allan dag,“ sagði Albert Baldursson, innanbúðarmaður í Fergusonfélaginu og á Blikastöðum. Vélarnar eru meira og minna allar ökuhæfar og líta mjög vel út hjá eigendum þeirra.Aðsend Facebooksíða Fergusonfélagsins Reykjavík Landbúnaður Bílar Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Það eru ótrúlega margir, sem hafa áhuga á að gera upp gamlar dráttarvélar og þar eru eldri karlmenn í miklum meirihluta. Sérstök síða er á Facebook, sem heitir Fergusonfélagið en hún er með mörg þúsund fylgjendur þar sem dráttarvéla sögum er deilt og sýndar myndir þar sem er verið að gera um gamlar dráttarvélar. Í dag stendur yfir Dráttarvéladagur á Blikastöðum, sem er jörð einstaklega á höfuðborgarsvæðinu og liggur að sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en þar er Skagfirðingurinn og fyrrverandi flugstjóri, Albert Baldursson allt í öllu á deginum. „Já það má segja að þetta sé svona lokin á vetrarstarfi Fergusonfélagsins. Þá er þessi dagur, sem við höfum alltaf haldið í lok maí og það er véladagur þar sem menn eru að koma með tækin sín og tól og jafnvel sýna afrakstur vetrarins, það sem menn hafa verið að gera í vetur,“ segir Albert. Eru þetta eru allt gamlar dráttarvélar, sem þið eruð að sýna eða hvað? „Já bæði og. Það eru hér yngri vélar líka en yfirleitt eru þetta vélar, sem eru getum við sagt svona fyrir 1965 og 1970 og bara alveg frá því að fyrstu vélar komu.“ Allir eru velkomnir á Dráttavélardaginn í dag á Blikastöðum. Aðsend En hvað er elsta dráttarvélina gömul á sýningu dagsins? „Hún er frá 1952, elsta vélin, sem við getum sýnt og er vel ökufær. Það er gamli grái Ferguson,“ segir Albert. Albert á sjálfur fjórar vélar á sýningunni, sem hann hefur allar gert upp sjálfur og er stoltur af eins og von er. Hann reiknar með mikið af gestum á Dráttarvéladaginn enda allir velkomnir og ekkert kostar inn. „Já, já, allir velkomnir og það er opið hjá okkur til klukkan 17:00 í dag eða eins og fólk nennir að hanga hérna. Það er fjölskyldustemming hjá okkur og við vonum að það verði bara í allan dag,“ sagði Albert Baldursson, innanbúðarmaður í Fergusonfélaginu og á Blikastöðum. Vélarnar eru meira og minna allar ökuhæfar og líta mjög vel út hjá eigendum þeirra.Aðsend Facebooksíða Fergusonfélagsins
Reykjavík Landbúnaður Bílar Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira