Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2025 22:33 Sómi, sem er líklega elsti hestur landsins en hann er 36 vetra og ótrúlega brattur miðað við aldur. Hér er hann með eiganda sínum, Sigríði Ingibjörgu, sem vinnur við tamningar á bænum Margrétarhofi í Ásahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Sómi, tennurnar hans eru í góðu lagi og hófarnir líka en það fer engin á bak honum lengur. Hér erum við að tala um elsta núlifandi hest landsins því hann er þrjátíu og sex vetra og unir sér vel út í haga í Skógum undir Eyjafjöllum. Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það fer vel um Sóma gamla á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum þar sem hann er duglegur að bíta gras og njóta þeirra gæða, sem svæðið hans hefur upp á að bjóða. Ekki spillir fyrir að merin Jörp er með honum en hún er 30 vetra. Sómi er sótrauðblesóttur og er mjög líklega elsti hestur landsins en meðalaldur íslenskra hesta er 22 vetra samkvæmt upplýsingum frá hrossaræktarráðunaut. Sigríður Ingibjörg á Sóma og samband þeirra er einstakt því þeim þykir svo vænt um hvort annað. „Þetta er höfðingi enda er hann er algjör meistari. Þetta er fyrsti hesturinn, sem ég eignaðist og kom mér í hestamennsku. Hann er að nálgast fertugt en hann er í dag þrjátíu og sex vetra,“ segir Sigríður Ingibjörg. Finnst þér þetta ekki vera með ólíkindum? „Júa, það er það, mér fannst hann gamall þegar við fengum hann, það var fyrir 19 árum en hann er mjög gamall núna,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigríður segir Sóma halda sig ótrúlega vel, tennurnar á honum séu í fínu standi og hófarnir líka en hann er ekki á járnum enda ekkert notaður lengur, hann er jú komin í lögbundið frí vegna aldurs. Sigríði og Sóma þykir mjög vænt um hvort annað enda er Sigríður dugleg að heimsækja hann og knúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sómi er mjög klár og mjög sérvitur,“ segir Sigríður. En hefur eitthvað komið til tals að fella hann eða eitthvað svoleiðis? Það hefur alveg komið til tals en maður veit ekki alveg. Maður allavega ætlar að leyfa honum að lifa út sumarið og svo sjáum við hvað við gerum. Þetta er frábær hestur og algjör gullmoli,“ segir Sigríður að lokum. Sigurður Anton Pétursson í Ytri Skógum þekkir Sóma mjög vel og segir hann algjöran snilling en síðustu ár hefur hann verið notaður í hestaleigunni á bænum. Hann er líka með merina Jörp, sem er 30 vetra hjá Sóma. „Þau fá bara að lifa sinn líftíma ef þau endast og virka vel. Ef þeim líður vel og þá líður þeim bara vel þar til þau geta ekki meira,“ segir Sigurður Anton. Sigríður Ingibjörg með Sóma gamla og Sigurður Anton með Jörp gömlu í Ytri Skógum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira