Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar 25. maí 2025 07:01 Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skattar og tollar Þórir Garðarsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun