Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir og Dagmar Valsdóttir skrifa 25. maí 2025 23:30 Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar