Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. maí 2025 14:18 Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt forvitnilegt við viðtalið sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gaf á Sprengisandi í gær. Þar kynnti hún aðgerðir á borð við afturköllun verndar fyrir sakamenn, aukið landamæraeftirlit, stofnun brottfarar- og móttökustöðva og samninga við flugfélög um afhendingu farþegalista. Allt undir merkjum „nýrrar stefnu“ og „nýrrar nálgunar“. En vandinn er sá: Þetta er ekki nýtt. Ekkert af þessu er nýtt. Þessi mál voru þegar í farvegi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Frumvarp um afturköllun verndar fyrir sakamenn var á þingmálaskrá minni. Það sama má segja um að koma á fót brottfararúrræði og greiningarmiðstöð. Undirbúningur að samningum við flugfélög hófst í ráðuneytinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Landamærastefnan sem nú er notuð sem grunnur að aðgerðum ráðherrans var samþykkt í ríkisstjórn í nóvember 2024 og kynnt opinberlega í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Þá stendur ekki steinn yfir steini í pistli sem ráðherrann birti á Vísi fyrr í dag. Þar heldur ráðherra því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ókyrrist þegar umbætur í landamæramálum eru ræddar. En veit ráðherra ekki hver setti þessa stefnu? Veit hún ekki að það var ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagði grunninn að öllum þeim úrræðum sem hún nú eignar sér? Veit hún ekki að landamærastefnan sem hún byggir á, og talar um sem byltingu, var unnin á mínum tíma í ráðuneytinu, í nánu samstarfi við lögregluembættin og ríkislögreglustjóra? Það má einnig minna ráðherrann á þegar hún segir stefnu- og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn að þann 20. febrúar 2024 samþykkti þáverandi ríkisstjórnin heildarsýn í málefnum útlendinga og hælisleitenda með 20 aðgerðum til úrbóta. Meðal annars að koma upp greiningarmiðstöð á landamærunum sem og lokuðu brottfararúrræði. Það er ekkert athugavert við að taka upp góðar hugmyndir. Gott er gott, sama hvaðan það kemur. En þegar ráðherra snýr út úr staðreyndum og talar eins og pólitískt minnisleysi sé dyggð, þá verður að bregðast við. Það er ekki stjórnmálaleg nýsköpun að taka stefnu annarra, endurpakka henni og selja hana sem sína eigin. Það kallast einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í stjórnmálum má skipta um skoðun, en það krefst hreinskilni. Það sem stendur eftir hér er ekki ný stefna, heldur gamalt stefnumál í nýjum búningi og með nýjan talsmann sem áður talaði með allt öðrum hætti. Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir ári gagnrýndi dómsmálaráðherra áherslu á skilvirkni og stjórnsýslu – og spurði hvar væru mannúðlegu úrræðin. Hún lét ekki orðin nægja heldur ýmist sat hún hjá eða greiddi atkvæði gegn málunum á þinginu. Nú talar hún hins vegar fyrir sömu lagabreytingum, sömu úrræðum og sama verklagi – nema hvað nú heitir það „ný nálgun“. Það er velkomið að ráðherra hafi skipt um skoðun. Það er meira að segja þroskamerki að gera það. En hún verður þá líka að viðurkenna það. Það gengur ekki upp að vera andstæðingur sömu stefnu sem maður reynir að eigna sér þegar svo hentar. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum talað fyrir ábyrgri og skýrri landamæra- og útlendingastefnu. Við höfum sagt að vernda beri þá sem verndar þurfa – en jafnframt að ríkisvaldið verði að bregðast við þegar kerfið stendur ekki undir eigin tilgangi. Nú virðist dómsmálaráðherra hafa tekið undir þau sjónarmið. Það er vel. Hún er velkomin í raunveruleikann. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun