„Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2025 12:31 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir það ekki hafa verið óskastöðu þegar Gianni Infantino kom seint á FIFA-þingið á dögunum. Einhverjir gengu á dyr til að mótmæla og aðrir misstu af stórum hluta þingsins því þeir þurftu að ná flugi heim. Samsett/Getty/Vísir Fulltrúar KSÍ voru meðal gesta á árlegu þingi FIFA á dögunum í Paragvæ. Þar gekk á ýmsu og gengu fulltrúar UEFA meðal annars út til að mótmæla forsetanum Gianni Infantino. Infantino var sakaður um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Asunción, höfuðborg Paragvæ. Infantino var á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Asunción eftir að þingið átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. Ekki óskastaða Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, var viðstaddur þingið ásamt framkvæmdastjóranum Eysteini Pétri Lárussyni og varaformanninum Helgu Helgadóttur. Í samtali við íþróttadeild segir Þorvaldur ýmsa aðila frá Evrópu hafa þurft að fara snemma vegna ferðatilhögunar sinnar. Þingið átti að klárast upp úr hádegi og áttu fjölmargir flug yfir Atlantshafið fljótlega eftir það. „Þetta átti að byrja klukkan 9:30 en var frestað af ófyrirsjáanlegum ástæðum varðandi seinkun forsetans til Paragvæ. Menn og lönd svo sem búin að gera sína ferðatilhögun beint eftir þingið sem átti að klárast klukkan 13:00 og menn gætu farið heim,“ segir Þorvaldur. Fulltrúar KSÍ gengu ekki út, en líkt og segir að ofan voru það fulltrúar FIFA-ráðsins sem gerðu það í mótmælaskyni. Aðrir innan vébanda UEFA fóru þá vegna ferðatilhögunar en fulltrúar KSÍ áttu flug seinna um kvöldið og sátu því þingið til enda þann daginn. Menn á ferðalagi í einn og hálfan sólarhring Ljóst er að tímasetning og staðsetning FIFA-þingsins hefur legið fyrir um hríð og Infantino í forsvari fyrir alþjóðasambandið sem skipuleggur viðburðinn. Líkt og Þorvaldur segir er ekki einfalt að ferðast til og frá Paragvæ fyrir aðila sem koma þangað frá hinu enda hnattarins og miklar ráðstafanir sem fylgja. Er þá ekki bagalegt að hann sýni ekki meiri virðingu en svo að mæta seint, vegna eigin pólitísku duttlunga? „Í sjálfu sér er það ekki óskastaða, það segir sig sjálft. Því miður kom þessi staða upp og menn svo sem ekki allir sáttir við það. Þetta er ekki stutt ferðalag. Ágætur vinur minn frá Armeníu ferðaðist í 38 tíma og auðvitað eru menn ekki ánægðir en þetta var staðan og menn reyna að gera sitt besta úr því. Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA.Mynd/KSÍ Áratugur frá skandalnum Skandall skók FIFA fyrir áratug síðan og greiddi hann leið Infantino að forsetastólnum. Nánast hver einasti maður í framkvæmdanefnd sambandsins, þar á meðal forsetinn Sepp Blatter, var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta og fjölmargar kærur lagðar fram vegna hvítflibbaglæpa yfirmanna hjá sambandinu í starfi. Infantino var fenginn inn til að taka sambandið í gegn og á yfirborðinu áttu sér stað gríðarmiklar breytingar á starfsemi FIFA. Infantino hefur aftur á móti verið sakaður um að vinda ofan af meintum breytingum og stjórnarhættir FIFA hafi lítið breyst. Hvernig upplifir Þorvaldur menninguna innan sambandsins? „Þetta er stórt og mikið alþjóðlegt samband sem er í því að reyna að skaffa meiri tekjur fyrir öll landssambönd og knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. Það eru vissulega skiptar skoðanir. Þarna er mismunandi kúltúr og mismunandi fólk, það er gaman að upplifa það og maður er svo sem alltaf að læra eitthvað nýtt,“ segir Þorvaldur. FIFA KSÍ UEFA Fótbolti Tengdar fréttir „Sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað mikilvægari þátta“ Í dag ræðst hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari í fótbolta. Dregið hefur úr umræðu um ýmis hneyksli tengd heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar eftir því sem liðið hefur á mótið. Fólk hefur gleymt sér í hita leiksins, segir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. 18. desember 2022 08:02 Mætti á þing FIFA úr fangaklefanum Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, heimilaði meðlimi framkvæmdaráðs sambandsins að vera á meðal gesta á ráðstefnu sambandsins sem stendur yfir í Bangkok þrátt fyrir að sá sitji í fangelsi. 16. maí 2024 10:30 Harðorður í garð Infantino: Sjálfshagsmunaseggur sem vill engu breyta Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Phillipp Lahm, sem er jafnframt mótsstjóri EM 2024, sem fram fer í Þýskalandi, er lítt hrifinn af Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 16. desember 2022 11:30 Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. 2. nóvember 2023 07:41 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Sjá meira
Infantino var sakaður um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Asunción, höfuðborg Paragvæ. Infantino var á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Asunción eftir að þingið átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. Ekki óskastaða Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, var viðstaddur þingið ásamt framkvæmdastjóranum Eysteini Pétri Lárussyni og varaformanninum Helgu Helgadóttur. Í samtali við íþróttadeild segir Þorvaldur ýmsa aðila frá Evrópu hafa þurft að fara snemma vegna ferðatilhögunar sinnar. Þingið átti að klárast upp úr hádegi og áttu fjölmargir flug yfir Atlantshafið fljótlega eftir það. „Þetta átti að byrja klukkan 9:30 en var frestað af ófyrirsjáanlegum ástæðum varðandi seinkun forsetans til Paragvæ. Menn og lönd svo sem búin að gera sína ferðatilhögun beint eftir þingið sem átti að klárast klukkan 13:00 og menn gætu farið heim,“ segir Þorvaldur. Fulltrúar KSÍ gengu ekki út, en líkt og segir að ofan voru það fulltrúar FIFA-ráðsins sem gerðu það í mótmælaskyni. Aðrir innan vébanda UEFA fóru þá vegna ferðatilhögunar en fulltrúar KSÍ áttu flug seinna um kvöldið og sátu því þingið til enda þann daginn. Menn á ferðalagi í einn og hálfan sólarhring Ljóst er að tímasetning og staðsetning FIFA-þingsins hefur legið fyrir um hríð og Infantino í forsvari fyrir alþjóðasambandið sem skipuleggur viðburðinn. Líkt og Þorvaldur segir er ekki einfalt að ferðast til og frá Paragvæ fyrir aðila sem koma þangað frá hinu enda hnattarins og miklar ráðstafanir sem fylgja. Er þá ekki bagalegt að hann sýni ekki meiri virðingu en svo að mæta seint, vegna eigin pólitísku duttlunga? „Í sjálfu sér er það ekki óskastaða, það segir sig sjálft. Því miður kom þessi staða upp og menn svo sem ekki allir sáttir við það. Þetta er ekki stutt ferðalag. Ágætur vinur minn frá Armeníu ferðaðist í 38 tíma og auðvitað eru menn ekki ánægðir en þetta var staðan og menn reyna að gera sitt besta úr því. Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA.Mynd/KSÍ Áratugur frá skandalnum Skandall skók FIFA fyrir áratug síðan og greiddi hann leið Infantino að forsetastólnum. Nánast hver einasti maður í framkvæmdanefnd sambandsins, þar á meðal forsetinn Sepp Blatter, var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta og fjölmargar kærur lagðar fram vegna hvítflibbaglæpa yfirmanna hjá sambandinu í starfi. Infantino var fenginn inn til að taka sambandið í gegn og á yfirborðinu áttu sér stað gríðarmiklar breytingar á starfsemi FIFA. Infantino hefur aftur á móti verið sakaður um að vinda ofan af meintum breytingum og stjórnarhættir FIFA hafi lítið breyst. Hvernig upplifir Þorvaldur menninguna innan sambandsins? „Þetta er stórt og mikið alþjóðlegt samband sem er í því að reyna að skaffa meiri tekjur fyrir öll landssambönd og knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. Það eru vissulega skiptar skoðanir. Þarna er mismunandi kúltúr og mismunandi fólk, það er gaman að upplifa það og maður er svo sem alltaf að læra eitthvað nýtt,“ segir Þorvaldur.
FIFA KSÍ UEFA Fótbolti Tengdar fréttir „Sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað mikilvægari þátta“ Í dag ræðst hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari í fótbolta. Dregið hefur úr umræðu um ýmis hneyksli tengd heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar eftir því sem liðið hefur á mótið. Fólk hefur gleymt sér í hita leiksins, segir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. 18. desember 2022 08:02 Mætti á þing FIFA úr fangaklefanum Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, heimilaði meðlimi framkvæmdaráðs sambandsins að vera á meðal gesta á ráðstefnu sambandsins sem stendur yfir í Bangkok þrátt fyrir að sá sitji í fangelsi. 16. maí 2024 10:30 Harðorður í garð Infantino: Sjálfshagsmunaseggur sem vill engu breyta Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Phillipp Lahm, sem er jafnframt mótsstjóri EM 2024, sem fram fer í Þýskalandi, er lítt hrifinn af Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 16. desember 2022 11:30 Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01 Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. 2. nóvember 2023 07:41 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Sjá meira
„Sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað mikilvægari þátta“ Í dag ræðst hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari í fótbolta. Dregið hefur úr umræðu um ýmis hneyksli tengd heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar eftir því sem liðið hefur á mótið. Fólk hefur gleymt sér í hita leiksins, segir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. 18. desember 2022 08:02
Mætti á þing FIFA úr fangaklefanum Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, heimilaði meðlimi framkvæmdaráðs sambandsins að vera á meðal gesta á ráðstefnu sambandsins sem stendur yfir í Bangkok þrátt fyrir að sá sitji í fangelsi. 16. maí 2024 10:30
Harðorður í garð Infantino: Sjálfshagsmunaseggur sem vill engu breyta Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Phillipp Lahm, sem er jafnframt mótsstjóri EM 2024, sem fram fer í Þýskalandi, er lítt hrifinn af Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 16. desember 2022 11:30
Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. 17. maí 2024 16:01
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. 20. nóvember 2022 08:00
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00
Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31
Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. 2. nóvember 2023 07:41