Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2025 11:27 Svona mun reiturinn líta út þegar hann verður tilbúinn. Nordic Office of Architecture Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017. „Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
„Uppbyggingin í Fannborg og á Traðarreit er mikilvægur þáttur í að styrkja hlutverk miðbæjar okkar Kópavogsbúa.Skipulagið hefur tekið þónokkrum breytingum í ferlinu, meðal annars í samræmi við hugmyndir íbúa en við sjáum þetta sem eitt skref í endurnýjun svæðisins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. Næst sé svo að vinna áfram að því að þróa mannlífsmiðju sem muni þjóna öllum íbúum bæjarins, ekki bara þeim sem búa í eða nálægt miðbænum. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir hugmyndir um svæðið hafa tekið breytingum eftir ábendingar frá íbúum. Vísir/Anton Brink „Það hefur átt sér stað mikil uppbygging í miðbæ og vesturbæ Kópavogs og hún mun halda áfram. Miðbærinn er hjartað í bænum okkar, hér þurfum við að huga að mannlífi, að hér sé gott að búa og vera, að samgöngur virki og að bæjarhlutarnir tengist og vinni vel saman. Við þurfum líka að læra af reynslunni, bæði okkar eigin og annarra. Ég sé fyrir mér að hér séum við að stíga stórt skref í byggja upp nýtt hjarta Kópavogs sem við öll getum notið og verið stolt af.“ Framkvæmdir hefjist þegar leyfi liggja fyrir Í tilkynningu segir að skipulagið hafi tekið ýmsum breytingum frá upphaflegum áformum en staðfesting byggingaráforma marki lok skipulagsferlis verkefnisins og upphaf undirbúnings framkvæmdanna. Enn séu nokkur skref eftir og listuð ítarleg tímalína um ferlið allt frá því að undirbúningur hófst árið 2017 og svo þar til nú. Þar kemur fram að það sem taki við núna sé fullnaðarhönnun bygginga, umsókn um niðurrifsleyfi og byggingarleyfi. Framkvæmdir geti hafist þegar öll þessi leyfi liggja fyrir. Unnið er að framkvæmdaáætlun fyrir svæðið og áætlun um upplýsingagjöf og samráð meðan á undirbúningstíma framkvæmdanna stendur. Lögð verður sérstök áhersla á að lágmarka rask á framkvæmdatíma eins og hægt er en bæði Kópavogsbær og framkvæmdaaðilar munu miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt fyrir íbúa. Stefnt er að opnum íbúafundi í júní þar sem gögn sem liggja til grundvallar samþykktum byggingaráformum verða kynnt áhugasömum. Tímalína Undirbúningur og skipulag (2017–2021) 2017: Sala fasteigna í Fannborgarreit samþykkt á bæjarstjórnarfundi 2018: Kópavogsbær gengur frá kaupsamningi við framkvæmdaraðila 2019–2021: Heildstæð skipulagsvinna: • Deiliskipulagslýsing og breytingar á aðalskipulagi unnar og kynntar fyrir íbúum • Skipulagsdrög voru kynnt tvisvar á vinnslustigi og tillögur aðlagaðar til að koma til móts við sjónarmið sem fram komu í íbúasamráði . • Fullunnar skipulagstillögur kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í byrjun árs 2021 og samþykktar með breytingum í skipulagsráði og bæjarstjórn í maí 2021. • Skipulagið tók gildi í desember 2021. Staðfest byggingaráform (vor 2025) Mars 2025:Drög að byggingaráformum lögð fram til kynningar í skipulags- og umhverfisráði. Maí 2025: Drögin lögð fram að nýju í skipulags- og umhverfisráði, og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Maí 2025:Bæjarstjórn staðfestir að áformin séu í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent