Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:27 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. „Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“ Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira