Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:27 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. „Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“ Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
„Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira