Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 08:49 Trump með spjaldið sem hann kynnti til leiks í byrjun apríl í því sem hann kallaði „frelsun Bandaríkjanna“ en tollastríð hefur staðið yfir milli Bandaríkjanna og viðskipraríkja þeirra síðan í febrúar. Getty Dómstóll í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann fyrirskipaði tollahækkanir á fjölmörg ríki fyrr á árinu í skjóli laga um neyðarvald. Dómurinn var kveðinn upp í gær af Alþjóðaviðskiptadómi Bandaríkjanna í Manhattan en var umsvifalaust áfrýjað til æðri dómstóls af ríkisstjórn Trump og því er framhaldið óljóst. Ríkisstjórnin er sögð efast um hvort dómstóllinn hafi umboð til að dæma í málinu, samkvæmt umfjöllun CNN. Tvö mál voru til umfjöllunar samtímis hjá dómstólnum, eitt frá ríkjum sem eiga í viðskiptasambandi við Bandaríkin og annað frá bandalagi nokkurra ríkisstjórna innan Bandaríkjanna. Hafa tíu daga til að koma á nýju fyrirkomulagi Dómstóllinn komst að því að allar tollahækkanir sem Trump hefur fyrirskipað í skjóli laga um neyðarvald væru andstæðar rétthærri lögum. Lögunum um neyðarvald megi beita í efnahagslegu neyðarástandi en tollahækkanir væru ekki meðal aðgerða sem beita megi í skjóli laganna. Tollahækkanirnar sem hann tilkynnti þann 2. apríl og boðaði í leið „frelsun Bandaríkjanna“ heyri meðal annars þar undir. Sjá einnig: Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Þá skipaði dómstóllinn stjórninni að gefa út nýtt tollafyrirkomulag innan tíu daga. En sem fyrr segir var dóminum áfrýjað og því óljóst hvort ríkisstjórnin komi til með að framfylgja því. Tollahækkanir á innflutta bíla, ál og stál voru ekki til umfjöllunar í málinu og því standa þær hækkanir sem Trump hefur fyrirskipað á þann innflutning. Í frétt BBC þar sem fjallað er um framhaldið segir að ef æðri dómstólar staðfesta dóm Alþjóðaviðskiptadómsins fái viðskiptaaðilar endurgreiðslu á þeim tollum sem þeir hafa þurft að greiða á innflutning og voru dæmdir andstæðir lögum. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld. 25. maí 2025 23:47 Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Bandaríkjaforseti hótaði því að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu og 25 prósent toll á Apple-vörur í samfélagsmiðlafærslum í dag. Hann segir hvorki ganga né reka í viðræðum við ESB um viðskipti. 23. maí 2025 13:48 Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna. 2. maí 2025 09:14 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær af Alþjóðaviðskiptadómi Bandaríkjanna í Manhattan en var umsvifalaust áfrýjað til æðri dómstóls af ríkisstjórn Trump og því er framhaldið óljóst. Ríkisstjórnin er sögð efast um hvort dómstóllinn hafi umboð til að dæma í málinu, samkvæmt umfjöllun CNN. Tvö mál voru til umfjöllunar samtímis hjá dómstólnum, eitt frá ríkjum sem eiga í viðskiptasambandi við Bandaríkin og annað frá bandalagi nokkurra ríkisstjórna innan Bandaríkjanna. Hafa tíu daga til að koma á nýju fyrirkomulagi Dómstóllinn komst að því að allar tollahækkanir sem Trump hefur fyrirskipað í skjóli laga um neyðarvald væru andstæðar rétthærri lögum. Lögunum um neyðarvald megi beita í efnahagslegu neyðarástandi en tollahækkanir væru ekki meðal aðgerða sem beita megi í skjóli laganna. Tollahækkanirnar sem hann tilkynnti þann 2. apríl og boðaði í leið „frelsun Bandaríkjanna“ heyri meðal annars þar undir. Sjá einnig: Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Þá skipaði dómstóllinn stjórninni að gefa út nýtt tollafyrirkomulag innan tíu daga. En sem fyrr segir var dóminum áfrýjað og því óljóst hvort ríkisstjórnin komi til með að framfylgja því. Tollahækkanir á innflutta bíla, ál og stál voru ekki til umfjöllunar í málinu og því standa þær hækkanir sem Trump hefur fyrirskipað á þann innflutning. Í frétt BBC þar sem fjallað er um framhaldið segir að ef æðri dómstólar staðfesta dóm Alþjóðaviðskiptadómsins fái viðskiptaaðilar endurgreiðslu á þeim tollum sem þeir hafa þurft að greiða á innflutning og voru dæmdir andstæðir lögum.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld. 25. maí 2025 23:47 Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Bandaríkjaforseti hótaði því að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu og 25 prósent toll á Apple-vörur í samfélagsmiðlafærslum í dag. Hann segir hvorki ganga né reka í viðræðum við ESB um viðskipti. 23. maí 2025 13:48 Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna. 2. maí 2025 09:14 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld. 25. maí 2025 23:47
Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Bandaríkjaforseti hótaði því að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu og 25 prósent toll á Apple-vörur í samfélagsmiðlafærslum í dag. Hann segir hvorki ganga né reka í viðræðum við ESB um viðskipti. 23. maí 2025 13:48
Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna. 2. maí 2025 09:14