Alveg gáttuð á framgöngu Víðis sem hafi brotið trúnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 14:27 Sigríður Andersen gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu Víðis í máli Oscars Bocanegra. Vísir/Anton Brink Þingmaður Miðflokksins segist undrandi á framgöngu Víðis Reynissonar, sem hafði samband við Útlendingastofnun og sagði líklegt að Alþingi myndi veita hinum 17 ára Oscari Bocanegra ríkisborgararétt. Sigríður telur að Víðir hafi brotið trúnað við allsherjarnefnd, þar sem hann er formaður. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.
Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira