Tollar á ál og stál hækka Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 06:48 Donald Trump í bandarískri stálvinnslu í síðustu viku. AP/David Dermer Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tvöfaldað almenna tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Hann segir fyrri tolla ekki hafa gert nóg til að vernda bandarískan iðnað og hefur því hækkað tollana í fimmtíu prósent, úr 25 prósentum. Trump tilkynnti hækkunina í heimsókn til stálvinnslu í Bandaríkjunum í síðustu viku en þeir tóku gildi í nótt. Í forsetatilskipun frá Trump segir hann að tollarnir muni vinna gegn ríkjum sem selja ódýrt stál og ál til Bandaríkjanna og grafi þannig undan iðnaði í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Tvöfaldar tolla á innflutt stál og ál Kanada, Kína og Evrópusambandið eru meðal þeirra sem selja Bandaríkjamönnum hvað mest stál og ál en New York Times segir tollana ekki hafa fallið í kramið þar. Þá segir miðillinn að tollarnir hafi kveikt viðvörunarbjöllur hjá forsvarsmönnum bílaframleiðenda, flugvéla og annarra fyrirtækja sem kaupa ál og stál í miklu magni. Tollarnir eru sagðir muna auka framleiðslukostnað þessara fyrirtækja og þannig koma niður á bandarískum kaupendum. Hagfræðingar vara við því að tollar á þessa málma gætu hægt á bandarískri framleiðslu. Frá því hann tók við embætti forseta í janúar hefur Trump beitt umfangsmiklum tollum gegn ríkjum um allan heim, á alls kyns vörur og þjónustu, og einnig fellt nýopinberaða tolla sína niður ítrekað eða frestað gildisfestingu þeirra. Þessum aðgerðum hefur fylgt mikil óreiða og fjöldi lögsókna. Alþjóðaviðskiptadómstóll Bandaríkjanna hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Trump hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann beitt flestöll ríki heims tollum fyrr á árinu. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Trump tilkynnti hækkunina í heimsókn til stálvinnslu í Bandaríkjunum í síðustu viku en þeir tóku gildi í nótt. Í forsetatilskipun frá Trump segir hann að tollarnir muni vinna gegn ríkjum sem selja ódýrt stál og ál til Bandaríkjanna og grafi þannig undan iðnaði í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Tvöfaldar tolla á innflutt stál og ál Kanada, Kína og Evrópusambandið eru meðal þeirra sem selja Bandaríkjamönnum hvað mest stál og ál en New York Times segir tollana ekki hafa fallið í kramið þar. Þá segir miðillinn að tollarnir hafi kveikt viðvörunarbjöllur hjá forsvarsmönnum bílaframleiðenda, flugvéla og annarra fyrirtækja sem kaupa ál og stál í miklu magni. Tollarnir eru sagðir muna auka framleiðslukostnað þessara fyrirtækja og þannig koma niður á bandarískum kaupendum. Hagfræðingar vara við því að tollar á þessa málma gætu hægt á bandarískri framleiðslu. Frá því hann tók við embætti forseta í janúar hefur Trump beitt umfangsmiklum tollum gegn ríkjum um allan heim, á alls kyns vörur og þjónustu, og einnig fellt nýopinberaða tolla sína niður ítrekað eða frestað gildisfestingu þeirra. Þessum aðgerðum hefur fylgt mikil óreiða og fjöldi lögsókna. Alþjóðaviðskiptadómstóll Bandaríkjanna hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Trump hafi farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hann beitt flestöll ríki heims tollum fyrr á árinu.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira