Vill rannsaka störf sérstaks saksóknara eftir hrun Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 08:14 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar til að rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira