„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 12:19 Víðir fór fram á frestun brottvísunar Oscars Bocanegra í síðustu viku. Sigmar segist sýna ákvörðun hans skilning. Vísir/Samsett Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira