Evrópumet! Háskólamenntun minnst metin á Íslandi Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 5. júní 2025 06:00 Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun