Faglegt mat eða lukka? I: Frá kennslustofu til stafbókar Bogi Ragnarsson skrifar 6. júní 2025 08:01 Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun