Faglegt mat eða lukka? III: Tækifæri fyrir löggjafann Bogi Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 08:00 Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þann 28. maí 2025 fékk ég höfnun frá þróunarsjóði námsgagna eftir að hafa óskað eftir styrk fyrir þróunarverkefnið stafbok.is sem hafði verið í þróun í rúman áratug. Ég lét ekki staðar numið við höfnunarbréfið. Ég hafði samband við talsmann Þróunarsjóðsins og spurði hvort mögulegt væri að fá skýringar á höfnuninni. Svarið sem ég fékk var að stjórn sjóðsins tæki ákvörðun – en að hann hefði tekið eftir einu atriði sem gæti hafa haft áhrif: að bækur stafbókarverkefnisins væru ekki ókeypis. Ég svaraði því til að þetta væri ekki í samræmi við fordæmi. Á síðastliðnum árum hafa önnur útgáfufélög fengið fullan styrk fyrir stakar bækur þrátt fyrir að þær bækur séu mun dýrari en bækur stafbókarinnar og ekki aðgengilegar án endurgjalds. Ég krafðist þess að fá að sjá lista yfir þau verkefni sem höfðu hlotið úthlutun, og þótt slíkur listi sé yfirleitt birtur mörgum vikum eftir úthlutun, fékk ég hann afhentan daginn eftir. Með fylgdi örstutt lýsing á hverju verkefni í flestum tilvikum. Jafnframt bað ég um aðgang að matlista fyrir mitt verkefni – samkvæmt reglum sjóðsins og einnig matlista annarra verkefna, svo hægt væri að skoða matsferlið í samhengi. Ég lagði þá fram ósk um að fá að sjá ópersónugreinanlegar umsóknir til samanburðar. Hingað til hef ég ekki fengið ítarlegan rökstuðning né aðgang að því sem ætti að vera sjálfsagður hluti gagnsæis í opinberri stjórnsýslu. Það sem átti að vera faglegt og gegnsætt ferli líður fyrir skort á skýrum viðmiðum, samræmi og svörum. Af hverju ég segi þessa sögu Ég hef fulla trú á því að íslenskt menntakerfi geti verið skapandi, sanngjarnt og opið fyrir nýjum leiðum. Því er mikilvægt að virða frumkvæði, nýsköpun og sjálfstætt starf. Stafbókarverkefnið er afrakstur þúsunda klukkustunda – skrifað út frá beinum tengslum við kennslu og reynslu nemenda. Það er byggt á þekkingu, fagmennsku og eldmóði – og hefur þegar fest sig í sessi. Því er eðlilegt að spurt sé: Af hverju fær slíkt verkefni ekki stuðning? Ef það er vegna þess að bækurnar eru ekki gefnar út gjaldfrjálst – þá verður einnig að spyrja hvers vegna aðrir aðilar fá styrki fyrir dýrari bókum. Ef það er vegna formsatriða – þá hlýtur spurningin að snúast að því hvort formið sé orðið mikilvægara en innihaldið. Ég er ekki að biðja um sérmeðferð. Ég kalla eftir faglegu og gagnsæju mati sem allir geti treyst – þar sem sjálfstæðir höfundar, sem starfa utan stofnana, fá sanngjarna meðferð. Ég bið um að sjálfstæðir höfundar, sem vinna án launa, án fasts stuðnings og utan kerfis, fái að njóta sannmælis og eðlilegs mats. Í vikunni rennur lögbundinn frestur sjóðsins til rökstuðnings út. Ég vona að þá fáist skýr svör. Óháð því mun ég halda áfram. Vegna þess að verkefnið er stærra en umsóknin. Það snýst um framtíð námsefnisgerðar, aðgengi að námi og trú á að nýjar hugmyndir séu hluti af íslenskri menntastefnu. Í lokaþætti greinaraðarinnar, sem birtist á morgun: Hvernig á umsækjandi að skilja faglegt mat þegar engin viðmið eru birt og enginn rökstuðningur fylgir? Ég skoða hvernig skortur á gagnsæi og mælikvörðum gerir þróun námsefnis að spurningunni um lukku – en ekki fagmennsku. Jafnframt bendi ég á að þetta sé tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma – og nýta það í vinnslu frumvarpsins um námsgögn sem nú liggur fyrir Alþingi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun