Mál áfengisverslananna komin til ákærusviðs, aftur Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 14:36 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Rannsóknir á tveimur netverslunum með áfengi eru komnar aftur til ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa verið sendar aftur til rannsóknardeildar fyrir tveimur mánuðum. Málin hafa nú verið í rannsókn í hálfan áratug. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega. Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48
Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07