Þéttur eða þríklofinn Sjálfstæðisflokkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2025 16:00 Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun