Mamma er gulur góð einkunn? Díana Dögg Víglundsdóttir skrifar 7. júní 2025 10:01 Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem að 12 ára dóttir mín spurði mig að um daginn? Ég eiginlega gat ekki svarað. Hvað þýðir aftur gulur? Er það ekki á góðri leið eða er það þarfnast þjálfunar? Ég man að grænn er hæfni náð en hinir litirnir í þessu einkunnakerfi hafa þvælst fyrir mér og greinilega henni líka. Þetta virðist kannski saklaus spurning, en hún varð til þess að ég fór að velta alvarlega fyrir mér hvort við séum að skila börnunum okkar skýrum og hvetjandi skilaboðum í skólakerfinu. Þegar ég var i grunnskóla þá voru einkunnir gefnar i tölum 1- 10. 7,5 og ofar var i lagi undir 5 var fall og yfir 9 var yfirburðar. Við vissum hvar við stóðum og við vildum bæta okkur. Sjálf var ég ekki alltaf með hæstu einkunnirnar, eiginlega bara langt frá því. En ég fylgdist með vinkonum mínum, bar mig saman og lagði hart að mér til að standa mig betur. Það var hvatning því mér fannst mjög vandræðalegt að vera mikið neðar en þær. Ég fann að munurinn á mér og þeim minnkaði, en ég þurfti að hafa fyrir því. Það ýtti mér áfram i skólanum. Ég skildi mína einkunn og vissi hvað ég ætti að gera til þess að bæta hana. Dóttir mín aftur á móti veit ekki hvað einkunn sín þýðir. Hún á vinkonu í öðrum skóla sem fékk B+ á prófi og þær vita hvorugar hvor þeirra er með betri einkunn. Það er enginn samanburður, engin raunveruleg viðmiðun, og þar með lítil vitneskja um það sem þarf að bæta. Við notum nú hæfnimiðað mat og litakerfi í skólakerfinu. Þetta kerfi á að vera leiðbeinandi og uppbyggilegt. En ef nemendur og foreldrarnir þeirra skilja ekki hvað litirnir þýða, þá glatar kerfið tilgangi sínum. Gulur á að þýða „á góðri leið“, en hvað merkir það í reynd? Hvaða leið? Hversu langt er eftir? Hvað þarf nemandinn að gera til þess að ná Grænum - Hæfni náð? Það er verið að fjalla um það að börnin okkar séu “verri” í dag heldur en áður. Lélegri einkunnir, Pisa prófin að koma illa út, engin samræmd próf og börnin okkar almennt ekki að læra. Margir eru að spá í það hverju veldur. En getur verið að við séum ekki að ögra börnunum okkar á réttan hátt? Við getum ekki ætlast til þess að börn bæti árangur sinn ef þau vita ekki hvert þau eiga að stefna. Við verðum að veita þeim skýrleika, markmið og hvatningu. Greinin er skrifuð sem persónulegt innlegg í umræðu um matskerfi í grunnskólum. Höfundur er foreldri og áhugasamur þátttakandi í menntamálum barna sinna.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun