Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 11:31 Gísli Már Gíslason er fjölfróður um hin ýmsu skordýr þó hann hafi einkum upp á síðkastið að mestu verið spurður út í lúsmý. Vísir Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“ Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“
Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira