Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 22:25 Íslenska sendinefndin í Washington. Aðsend Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti WorldPride hátíðina í Bandaríkjunum sem fer fram um helgina. Gleðigangan fór fram í dag en hún var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. „Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands. Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands.
Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira