Ökumenn mótorhjóla greiða meira en landsbyggðin minna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 18:56 Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira