Ökumenn mótorhjóla greiða meira en landsbyggðin minna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 18:56 Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent