Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Jón Pétur Zimsen skrifar 10. júní 2025 08:32 Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Alþingi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar