Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Jón Pétur Zimsen skrifar 10. júní 2025 08:32 Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun