Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 10:33 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýmsar framandi hugmyndir um heilbrigðisvísindi, þar á meðal um bóluefni sem hafa bjargað milljónum mannslífa um allan heim. AP/Jose Luis Magana Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira