(orku)Sjálfstæði þjóðar Benedikt Kristján Magnússon skrifar 17. júní 2025 08:02 Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði.
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar